Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 20
HOSKULDUR ÞRAINSSON
börn ger-a á máltökuskeiði er að alhæfa tilteknar reglur um of. Þetta kemur
m.a. ffam í beygingu sagna. A tilteknu skeiði átta börnin sig á því að þátíð
sagna endar oft á -aði, sbr. tala - talaði, baka - bakaði o.s.fnt, og þá fara
þau að skeyta þessari reglubtmdnu endingu á ýmsar sagnir þar sem það
á ekki við. Þá geta þau til dæmis sagt hlaupaði, gangaði í stað óreglulegu
myndanna hljóp og gekk. Þetta þekkja sjálfsagt flestir sem hafa fylgst með
börnum á máltökuskeiði.
Nú er það reyndar svo að sumt af því sem menn hafa gert ráð fyrir í
umræðu um málbreytingar um áratugi, jafnvel aldir, hlýtur reyndar að
vera af sama toga og sú alhæfing sem nú var síðast tekið dæmi tmi, þótt því
sé sjaldnast lýst á þann hátt. Þar á ég við ýmsar svokallaðar áhrifsbreyt-
ingar. Menn segja til dæmis oft að beyging eins orðs breytist fyrir áhrif ffá
beygingu annars og þessu er þá stundum lýst með því að setja upp nokkurs
konar þríliðu sem gæti t.d. litáð út á þessa leið:
(5) nh. tala þt. talaði
nh. bjálpa þt. X
X = bjálpaði
Dæmið í (5) lýsir reyndar raunverulegri breytingu á beygingu sagnarinnar
hjálpa í aldanna rás. Hún mun hafa beygst sterkt í árdaga, eins og hún
gerir til dæmis enn í þýsku (helfen, þt. half lh. geholfen - og reyndar má
finna vísbendingu um þá beygingu í lýsingarorðinu hólpimt sem mun vera
leitt af þessari sögn). Nú beygist hún hins vegar veikt og það er oft sagt að
sú breyting sé „áhrifsbreyting“ og áhrifavaldurinn sé þá hinar fjölmörgu
og algengu veiku sagnir eins og tala. Þessu lýsa menn þá kannski með
þríliðuskema á borð við (5). En hvað getur (5) merkt? Getur það merkt
nokkuð annað en það að sú þekkta alhæfing barna á máltökuskeiði á hinni
algengu reglulegu þátíð sagna eins og tala hafi náð til sagnarinnar hjálpa
í máli einhverra, og síðan hafi börnin látdð hjá líða að leiðrétta þetta á
þann hátt sem þau leiðrétta yfirleitt beygingu sagna eins og hlaupa og
gangal Ekki gerist þessi áhrifsbreyting í málinu án tilverknaðar málnot-
enda, eða hvað? Og er ekki líklegra að alhæfingar af þessu tagi verði á
máltökuskeiði frekar en að fullorðnir sem hafa beygt sögnina hjálpa sterkt
í áratugi fari allt í einu að beygja hana veikt? Og ef áhrifsbreytingar eru
dæmigert „barnamálsfyrirbæri“, ef svo má segja, er þá ekki líklegt að við
öðlumst betri skilning á áhrifsbreytingum með því að skoða barnamál og
rannsaka hvernig börn ná valdi á málkunnáttunni og hvað getur haft áhrif
i