Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 21
UM HVAÐ SNYST MALIÐ?
á það ferli? Gæti þá ekki m.a.s. verið vænlegt til aukins skilnings á áhrifs-
brejTÍngum að reyna að endurmeta frá sjónarmiði málkunnáttufræðinnar
ýmsar hugmyndir sem hafa verið settar fram um þær í áranna rás, t.d.
af þekktum málfræðingum eins og Kuryfowicz og Manczak?20 Hvemig
horfir máhð við frá sjónarhóh þess sem er að tileinka sér það? Hvað gætu
þessi lögmál merkt eða tjáð ef við hugsum um þau frá því sjónarmiði?
Lýsa þau bara tölffæðilegum líkmdum eða segja þau okkur eitthvað um
eðh máltökunnar og þar með eðh málkunnáttunnar óg málsins?
Þær spumingar sem varpað var fram hér á undan eiga að vekja athygli
á því að sumt af því sem við erum vön að segja í umræðum um málbreyt-
ingar fær í raun og veru nýja merkingu ef við hugsum um málbreytingar
sem breytingu á kunnáttu þeirra sem tala máhð. Það hljóta allir að vera
sammála um að mál breytist ekki nema fyrir tilverknað málnotendanna
í einhverjum skilningi. Mál sem enginn notar breytist ekki neitt. Ef ný
kynslóð beygir sögnina hjálpa veikt en eldri kynslóð beygði hana sterkt,
þá er málkunnátta nýju kynslóðarinnar ekki sú sama og þeirrar eldri og
það getur verið vænlegt tdl árangurs að velta því fyrir sér í ljósi málkunn-
áttufræðinnar hvemig slíkt getur skeð og hvers vegna. Ymislegt annað
sem málffæðingar eiga til að segja um málbreytingar er aftur á móti þess
eðfis að það getur ekki haft neina merkingu ef við horfum fyrst og ffemst
á máhð frá sjónarmiði málkunnáttunnar. Það er t.d. ekki málkunnáttu-
fræðileg lýsing á þeirri breytingu sem lýst var hér á undan að segja að það
hafi verið „tilhneiging í málinu“ dl að beygja sterkar sagnir veikt. Og það
er ekki heldur málkunnáttufræðileg lýsing að segja að það hafi á einhverju
stigi verið „tilhneiging í sérhljóðakerfinu“ til þess að tiltekin sérhljóð féllu
saman eða tiltekin sérhljóð sigu. Shkt gerist ekki einhvem veginn í kerf-
inu fyrir utan og ofan málnotendurna eða án tilverknaðar þeirra. Það
hefur væntanlega verið þetta sem Helgi Guðmundsson var í raun að hugsa
þegar hann vakti athygli okkar íslenskunema á því í kennslu fyrir ein-
hverjum áratugum hvað það væri ffáleitt að hugsa sér að Islendingar hafi
vaknað eiun góðan veðurdag við það að það vora „signir í þeim vókalamir,
ha?“ eins og hann orðaði það. Það er þó hætt við að hann vilji ekki láta
bendla sig við málkunnáttufræði.
20 Sjá t.d. Jerzy Kuryfowicz, „La nature des proces dits „analogiques“,“ Acta Lingni-
stica 5, 1945-49, bls. 15-37, og Witold Manczak, „Tendances générales des change-
ments analogiques,“ Lingna 7, 1958, bls. 298-325 og 387-420.
19