Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Side 23
UM HVAÐ SNYST MALIÐ?
Framsetoing af þessu tagi er einfaldari í eðli sínu en ókunnugum kann að
virðast í fyrstu. Ur henni má lesa svo: Sérhljóðið /a/ breyttist í sérhljóðið
/9/ á undan atkvæði sem innihélt sérhljóðið /u/ (og það skipti ekki máh
hversu mörg samhljóð fóru á undan því atkvæði). Ef við túlkum þetta
svona erum við bara að segja að í orðum þar sem einu sinni var /a/ á undan
atkvæði sem innihélt /u/ hafi síðar komið fram /9/. Við þurfum ekkert að
líta á þetta sem lýsingu á einhverjum hluta málkunnáttunnar — við getum
bara skoðað þetta sem formlega framsemingu á þeirri hljóðbreytingu sem
jafnan er kölluð z/-hljóðvarp (eða sem lýsingu á hluta þeirrar hljóðbreyt-
ingar). Þá værum við bara að bera saman tvö málstig, segja sögu málsins,
rekja málsögu, ef svo má segjar1 Þetta geta menn gert, og gera stundum,
þótt þeir líti ekki endilega svo á að eitthvað í líkingu við (6) hafi verið hluti
af málkunnáttu íslendinga á einhverju skeiði og þaðan af síður að samsvar-
andi regla sé það enn. Þeir vilja kaxmski ekkert vera að hugsa um málkunn-
áttu yfirleitt heldur bara bera saman mismunandi málstig. Þá eru þeir að
horfa á málið utan frá, í þeim skilningi sem áður var lýst, og bregða jafnvel
stundum fyrir sig líkingamáli sem bendir til þess að þeir hugsi ekki bara
um máhð sem „kerfi“ heldur jafnvel einhvers konar lífveru, jafnvel lífveru
með sjálfstæðan vilja. Þeir segja þá að máhð breytist svona og svona „til
einföldunar“ eða „til þess að“ koma í veg fyrir samfall eða tvíræðni. Menn
tala líka um að málið, eða einstakir hlutar þess, hrörni og veiklist, eða þá
eflist og dafhi o.s.frv. Þetta er auðvitað orðalag sem er algjörlega ósam-
rýmanlegt málkunnáttufræðisjónarmiðum eða þeirri hugmynd að málið
búi innra með málnotandanum og málfræði hljóti að vera lýsing á því. Það
er af því að hér er að nokkru leyti verið að skoða aðra hluti og frá öðrum
sjónarhóh. Menn velja sér auðvitað sinn sjónarhól og þá er eðlilegt að
útsýnið verði mismunandi.
Málfélagsfræði -félagsmálf-æði
Margir kannast kannski við það að ýmsir málfélagsffæðingar eða félags-
málfræðingar halda hugmyndum Chomskys lítið á lofti. I mörgum til-
vikum er það reyndar vegna þess að þeir hafa í raun mestan áhuga á því
hvað tilbrigði í málnotkun geta sagt okkur um samfélagið, hvemig sam-
skipti óhkra stétta eru, hverjir eru ráðandi, hvernig menn samsama sig
Sjá umræðu um nauðsynlega aðgreiningu málbreytinga og málsögu hjá Margréti
Guðmundsdóttur, Rannsóknir málbreytinga: Markmið og leiðir. Reykjavík: M.A.-
ritgerð, Háskóla Islands, 2000, og „Málbreytingar { ljósi málkunnáttufræði,“
íslenskt mál 30, 2009, bls. 7-52.
21