Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Blaðsíða 24
HÖSKULDUR ÞRÁINSSON
tilteknum hópum o.s.frv. Þetta er því í raun kannski rneiri félagsfræði en
málfræði, enda leggur mjög breiður hópur fræðimanna smnd á rannsóknir
á sambandi máls og samfélags, þ.á m. félagsfræðingar og mannfræðingar
sem hafa einkum áhuga á því hvaða ljósi málnotkun getur varpað á gerð
samfélagsins, stöðu og samskipti fólks innan þess o.s.fn-.
Svipað er reyndar að segja um það þegar menn velta því fyrir sér eftir
hvaða leiðum ákveðnar málbrejudngar eða tdlbrigði í máli breiðast út, hvað
sigrar og hvers vegna. Þá eru menn oft frekar að velta fjnir sér félags-
legum þáttum en málfræðilegum, svo sem því hvað þyki fínt og af hverju,
hvað sé stimplað ófínt, hvers konar félagslegur þrýstingur komi upp og
hvers vegna. Málkunnáttufræðin sem slík hefur ekkert um þetta að segja
í sjálfu sér og þess vegna finnst mörgum málfélagsfræðingum eða félags-
málfræðingum að hún sé ekki mikils virði.
Hins vegar eru sumir mállýskufræðingar eða máltilbrigðafræðingar
þeirrar skoðunar að útbreiðsla einnar mállýsku eða eins tilbrigðis á kosm-
að annars ráðist ekki bara af félagslegum aðstæðum heldur geti hreinir
málfræðilegir þættir líka haft áhrif á það. Það má t.d. færa rök að því að
miklu auðveldara sé fyrir þann sem hefur /TO-framburð að taka upp kv-
framburð en öfugt.22 Astæðan er sú að þeir sem taka upp /jt'-framburð og
hafa ekki haft hann áður þurfa að taka upp nýja aðgreiningu sem þeir hafa
ekki áður haft, nefnilega að greina á milli bv-orða og Á’t-orða í ffamburði
(t.d. hver og kver, hvalir og kvalir, hviða og kviða o.s.frv.). Þeir sem taka upp
fe-framburð og hafa áður haft /jt’-framburð þurfa bara að breyta öllum
sínum /;t’-orðum í kv-oró í framburði. Það er einfalt mál og getur verið ein
ástæðan fyrir því að /u’-framburður er á hröðu undanhaldi. Athugun á því
hvernig /at’-framburði annars vegar og skaftfellskum ei nh 1 jóðaframburði
hins vegar reiðir af heima í héraði og meðal brottfluttra Skaftfellinga
sýnir líka að hrein málfræðileg einkenni geta þar skipt meginmáli og slíkt
verður reyndar býsna auðskiljanlegt og auðskýranlegt frá sjónarhóli mál-
kunnáttufræðinnar.23 Það bendir til þess að mállýskufræðingar geti haft
gagn af því að horfa á málið frá sjónarmiði málkunnáttufræðinnar þótt hin
félagslega vídd sé ekki hluti af því sjónarhorni í sjálfn sér.
22 Sjá t.d. umræðu hjá Kristjáni Árnasyni og Höskuldi Þráinssyni, „Fonologiske dia-
lekttræk pá Island. Generationer og geografiske omráder," Nordisk dialektologi,
ristj. Gunnstein Akselberg, Anne Marit Bodal og Helge Sandoy, Oslo: Novus,
2003, bls. 151-196.
23 Sjá umræðu hjá Margréti Guðmundsdóttur, Rannsóknir, og „Málbreytingar."
22