Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Side 25
UM HVAÐ SNYST MALIÐ?
Stílfrœði, skáldamál og bragfræði
Loks má benda á að athuganir á stílfræði, ernkennum skáldamáls og brag-
arhátta ern oft næsta óháðar hugmyndum málkunnáttufræðinnar og það
er eðlilegt. I stílfiræði er verið að skoða hstræna notkun tungumálsins og
þótt shk notkun sé eitthvað sem er hægt að tileinka sér eða læra að ein-
hverju marki er slíkur lærdómur þó annars eðhs en sú máltaka sem fer
fram á máltökuskeiði og sú kunnátta annars konar en sú sem verður til við
máltöku.24 Athuganir á ólíkuin stHgerðum og á einkennum skáldamáls eru
nokkuð augljóslega athuganir á ytra máli, rannsóknir á því sem kemur
fyrir í textum, hvemig málinu er beitt til að ná ffarn tilteknum áhrifum
o.s.ffv. Svipað má segja um rannsóknir á bragffæði, svo sem samspili brag-
arhátta og atkvæða, áherslu, tónfalls o.s.frv. Þar er oftast verið að skoða
máhð utan ffá, horfa á tiltekið safii dæma, flokka þau og lýsa þeim. I því
sambandi skiptir ekki máh þótt í slíkri lýsingu þurfi oft að grípa til mál-
ffæðilegra hugtaka, jafiivel hugtaka sem hafa orðið til í gfimu málkunn-
áttufræðinga við málffæðileg viðfangsefni. Sjónarhomið þarf ekki að vera
málkunnáttufræðilegt fyrir því.
Hér má þó líka hugsa sér ákveðinn snertiflöt við málkunnáttuna. Við
getum t.d. notfært okkur bragfræðina til þess að reyna að átta okkur betur
á ýmsum einkennum þess hljóðkerfis sem er hluti af málkunnáttu okkar.
Við getum t.d. skoðað stuðla og höfuðstafi til þess að færa rök að tiltekinni
greiningu á íslensku hljóðkerfi og þá þurfum við ekki endilega að styðjast
við „raunveruleg dæmi“ eingöngu heldur getum við notað „tilbúin dæmi“
og metið þau sjálf.25 Eins getum við notfært okkur bragfræðileg dæmi
til að færa rök fyrir tilteknum áherslumynstrum í íslensku — og þá búið
24 Hér eru mörkin þó kannslá ekki alveg skörp, vegna þess að þær málfyrirmyndir
sem menn hafa í umhverfi sínu hafa auðvitað áhrif á ómeðvitaða málnotkun þeirra
í ræðu og riti og þar með á það sem kalla má persónulegan st£L. Ahrif mikils bók-
lestrar á máltilfinningu bama og unglinga eru t.d. alveg ótvíræð, eins og margir
kennarar geta borið vitni um og jafnvel vísað til rannsókna um það efhi. En þetta
breytir ekki því að stílfræði er einkum athugun á því hvemig menn beita málinu
meðvitað og af lærdómi eða markvissri þjálfun til að ná tilteknum áhrifum.
Málþjáifun í skólum beinist líka einkum að slíkum atriðum þótt móðurmálskenn-
arar geri stundum lítinn greinarmun á þeirri málkunnáttu sem böm tileinka sér á
máltökuskeiði og þeirri fæmi í málbeitingu sem hægt er að ná með þjálfun sem á
að vera hluti af móðurmálskennslunni. Umræða um það er hins vegar efni í aðra
grein.
25 Sjá t.d. Höskuld Þráinsson, „Stuðlar, höfuðstafir, hljóðkerfi,“ Afmœliskveðja til
Halldórs Halldórssonar 13. júh' 1981, Reykjavík: Islenska málfræðifélagið, 1981, bls.
110-123.
23