Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 26
HOSKULDUR ÞRAINSSON
til viðbótardæmi og metið þ-au til að styðja mál okkar.26 En röksemdir af
þessu tagi byggjast náttúrulega á því að menn telji bragfræðileg lögmál
hvíla á málfræðilegum lögmálum, þ.e. á málkunnáttu þeirra sem semja
Ijóðin á hverjum tíma, og ekki vera bara einhverjar venjur sem menn hafa
búið sér til óháð málkunnáttunni, ef svo má segja. Ef það væri þannig væri
ekki hægt að nota kveðskap sem málheimildir á þann hátt sem alsiða er.
Og það er þess vegna sem málfræðingar telja sig geta dregið þá ályktun af
(8) að Davíð Stefánsson hafi haft £u-framburð og það er Ifka þess vegna
sem dæmi (9) segir ekkert um það hvort Sigurður Breiðfjörð hafi haft hv-
/ramburð eða fe-framburð af þtá að það stuðlar á hvorn veginn sem er
(smðlar og höfuðstafir feitletraðir hér):
(8) Þú komst í hlaðið á hvítum hesti,
þú komst með vor í augum þér.
(9) a. Sólin klár á hveh heiða
b. Sólin klár á hveh heiða
hvarma gljár tdð baugunum.
Önnur dæmi frá Signrði Breiðfjörð benda hins vegar til þess að hann
hafi haft fc-framburð, ef ég man rétt, þ.e. að stuðlunin í (9b) hafi verið í
samræmi táð málkunnáttu hans. Þá stuðla finn ég hins vegar ekki, þótt ég
viti að þeir séu þarna, en stuðlun Datuðs í (8) liggur í augum (og et,Tum)
uppi fyrir mér.
Tilbrigði í viáli og málfræðihugmyndir
Hér ffamar hefur verið rætt um málfræðibyltingu Chomskys og þau áhrif
sem hún hefur haft á ýmsar undirgreinar málfræðinnar og viðfangsefiii
málfræðinga. I þessum kafla verður sýnt að sá greinarmunur sem Chomsky
og aðrir málkunnáttufræðingar gera á svokölluðu innra máli og ytra máli
er gagnlegnr þegar litið er á tilbrigði í máh. Þá getur verið þægilegt að
flokka tilbrigði (e. variation) eins og hér er sýnt:
26 Sjá t.d. Kxistján Amason, „Ahersla og hnTijandi í íslenskum orðum,“ Islenskt mál
5, 1983, bls. 53-80. Þótt Kristján Amason hafi beitt þessari aðferð, efast ég um að
hann vilji láta kalla sig málkunnáttufræðing. Það gæti þó stafað af misskilningi hjá
honum — hann er kannski málkunnáttuifæðingur undir niðri þótt hann vilji ekki
viðurkenna það.
24