Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 27
UM HVAÐ SNÝST MÁLIÐ?
(10) a. Tungumál geta verið verulega ólík hvert öðra.
b. Náskyld tungumál, mállýskur og einstaklingsbundin afbrigði sama máls
(e. idiolects) geta verið ólík að einhverju marki.
c. Sami maður getur getur brugðið fjrir sig ólíkum tilbrigðum eigin máls.
Með (lOa) er ekki síst átt við breytileika sem skiptir tungumálum í ólíka
flokka eða gerðir og slík fyrirbæri eru þá viðfangseftii þeirra sem fást við
svokallaða málgerðaíræði (e. typology). Breytileiki af gerð (lOb) og (lOc)
hefur þá fremur verið viðfangsefni mállýskufræðinga eða félagsmálfræð-
mgari'
Eins og áður var lýst horfa málfélagsfræðingar oftast á málið utan frá,
þ.e. þeir hafa áhuga á málinu sem félagslegu fyrirbæri. Meginviðfangsefhi
þeirra er samspil mállegra og félagslegra fyrirbæra og tilbrigði eru þeirra
ær og kýr. Chomsky hefur hins vegar lengst af haft heldur lítinn áhuga á
tilbrigðum eða breytileika. I kenningasmíð sinni hefur hann löngum lagt
áherslu á nauðsyn þess að miða við hinn svokallaða „fyrirmyndarmálnot-
anda“ (e. the ideal speaker/listener) eins og fram kemur í eftirfarandi tilvim-
un:28
Linguistic theory is concemed primarily with an ideal speaker-
listener, in a completely homogeneous speech-community,
who knows its language perfectly and is unaffected by such
grammatically irrelevant conditions as memory limitations, dis-
tractions, shifts of attention and interest, and errors (random
or characteristic) in applying his knowledge of the language in
acmal performance.
Samkvæmt þessu á kenningasmíð í málvísindum að miða við málkunnáttu
þess sem kann máftð til hlítar og býr í einsleitu málsamfélagi og hún á að
horfa ffamhjá hvers konar tilbrigðum og afbrigðum.
Með tímanum hefur afstaða málkunnátmfræðinga til tilbrigða hins
vegar breyst talsvert eins og nú verður lýst. I þeirri lýsingu er gagnlegt að
flokka tilbrigðin líkt og gert var í (10) hér á undan.
27 Sjá t.d. umræðu hjá Astu Svavarsdóttur og Þóru Björk Hjartardóttur, „Breytileiki í
máli,“ Erindi um íslenskt mál, Reykjavík: íslenska málfræðifélagið, 1996, bls. 95-
109.
28 Noam Chomsky, Aspects of the Tbeory of Syntax. Cambridge, Mass.: MIT Press,
1965, bls. 3.
25