Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Blaðsíða 28
HOSKULDUR ÞRAINSSON
Stórtilbrigði
Þótt það sem segir í (lOa) um mun milli tungumála túrðist liggja í augum
uppi má þá finna býsna andstæðar skoðanir meðal málfræðinga um það
atriði. Þegar formgerðarsinnar fóru að skoða amerísk indíánamál ráku
þeir augun í margt sem virtist verulega frábrugðið því sem þeir þekktu úr
vestrænum málum til dæmis. Það var því kannski eðlilegt að þeir kæmust á
þá skoðun sem bandaríski málfræðingurinn Martin Joos lýsti svo í ffægum
ummælum í inngangi að greinasafni um málfræði sem hann ritstýrði:29
(11) ... languages (can) differ without limit and in unpredictable ways
Nánari athugun hefur þó leitt í ljós að þetta er ekki rétt. Bandaríski mál-
fræðingurinn Joseph Greenberg verður að teljast meðal brautryðjenda í
að sýna fram á það, en hann safnaði á sínum tíma miklum upplýsingum
um breytileika í tungumálum. Hann hafði einkum áhuga á því að skoða
hvers konar tdlbrigði færu saman og birti niðurstöður sínar um það í frægri
grein.30 Að þeirrar tíðar hætti horfði hann á málið utan frá og var fyrst og
fremst að leita að tölffæðilegum líkindum fyrir því hvaða einkenni fylgd-
ust að. í greininni telur hann upp 45 algildi og flest þeirra varða orðaröð.
Hann bendir t.d. á að í sumum málum fara sagnir jafnan á eftir andlaginu
sem þær taka með sér og í slíkum málum er líka algengast að srnáorð sem
stýra falli fari á eftir fallþeganum en ekki á undan honum (þ.e. að í þeim
málum séu eftirsetningar en ekki forsetningar, sbr. algildi nr. 4, bls. 79
og 110). Sams konar samband er á milli afstöðu sagnar og andlags annars
vegar og afstöðu aðalsagnar og hjálparsagnar hins vegar: Ef áhrifssögn
fer á eftir andlagi sínu fer hjálparsögn líka á eftir aðalsögn (sbr. algildi nr.
16, bls. 85 og 111). Greenberg reyndi ekki að setja ffam neinar skýringar
á þeim tengslum sem hann fann en kallaði þau algildi (e. universals), þótt
hann gerði sér reyndar grein fýrir því að ýmsar undantekningar væru frá
þeim.
Upp úr 1980 fóru málkunnáttufræðingar að fá áhuga á venslum af þessu
tagi, þ.e. á því hvaða fyrirbæri í máli væru tengd saman. Hugsunarhátmr
þeirra er oftast kenndur við lögmál og færíbreytur (e. principles and
29 Martin Joos (ritstj.), Readings in Linguistics I: The Development of Descriptive
Linguistics in America 1925-1956, Chicago: University of Chicago Press, 1957.
30 Joseph H. Greenberg, „Some Universals of Grammar with Particular Reference
to the Order of Meaningful Elements,“ Universals of Langnage, 2. útg., ritstj.
Joseph H. Greenberg, Cambridge, Mass: MIT Press, 1963, bls. 73-113.
26