Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Síða 29
UM HVAÐ SNYST MALIÐ?
parameters).31 Samk\ræmt þeim hugstmarhætti lúta öll mannleg mál tdl-
teknum lögmálum en sá breytileiki sem finna má þegar óhk mál eru borin
saman stafar oft af því að þar er um ófik gildi að ræða fyrir ákveðnar færi-
breytur sem svo eru nefiidar. Eitt af þeim almennu lögmálum sem eiga að
gilda um öll mannleg mál væri þá það t.d. að setningarhðir eru almennt
þannig gerðir í öllum tungumálum heimsins að í þeim er eitt aðalorð
eða höfuð (e. head) og með höfðinu getur staðið svonefndur fylliliður (e.
complement). Það sem er breytilegt firá einu máh til annars (eða einum hópi
tungumála til annars) er þá það hvort höfuðið fer á undan fylliliðnum
eða eftir. I fyrra tilvikinu höfum við tungumál þar sem forsetningar fara á
undan þeim orðum sem þær stýra falli á eða taka með sér, sagnir á undan
andlagi sínu, aukatengingar á undan aukasetningum o.s.frv. en í því síðara
er þessu öfugt farið, þ.e. þar eru eftirsetningar en ekki forsetningar, sagnir
standa á eftir andlagi sínu, aukatengingar fara á eftir aukasetningum en
ekki undan þeim. íslenska er þá dæmi um mál af fyrri gerðinni en japanska
og tyrkneska af þeirri síðari.
Munurinn á nálgun málkunnáttuffæðinga og Greenbergs er einkum
sá að Greenberg var ekki að leita að skýringum á því hvaða atriði fylgd-
ust að í málum heimsins. Málkunnáttufræðingar reyna aftur á móti að
finna skýringar á shkum tengslum, tengja þau við eðh málkunnáttunnar
og það hvemig böm öðlast hana. Samkvæmt kenningum þeirra „vita“
böm frá upphafi að setningar skiptast í setningarliði og hver setningarlið-
ur hefur ákveðið höfuð eða aðalorð. Það er almennt lögmál sem gildir
um öll mannleg mál, hluti af allsherjarmálfræðinni (e. universal gramm-
ar) sem er öllum mönnum meðfædd (e. innate), eins og það er stundum
orðað, en það merkir í raun ekkert annað en það að mannskepnunni er
eiginlegt að tileinka sér mál eða kerfi af tiltekinni gerð, þ.e. kerfi sem lúta
hinum almennu lögmálum um mannleg mál, en önnur ekki.32 Þau þurfa
Sjá t.d. Noam Chomsky, Lectures on Govemment and Binding, Dordrecht: Foris,
1981.
Það er auðvitað einfalt að hugsa sér táknkerfi og „tungumál“ sem eru annarrar
gerðar en mannleg mál, þ.e. lúta ekki þeim almennu lögmálum sem mannleg mál
lúta. Samkvæmt því sem áður sagði væru það til dæmis mál þar sem setningar
skiptast ekki í setningarhði sem innihalda tdltekið aðalorð, eða þá mál þar sem
setningafræðilegar reglur vísa í orð með tilteknu númeri innan setningar í stað
þess að vísa í formgerð (og vera þannig stmcture dependent eins og það er kallað).
Það er t.d. auðvelt að „kenna“ tölvum slík mál. Málfræðingamir Neil Smith og
Ianthi Tsimpli gerðu forvitnilega tilraun sem varðar þetta atriði (sjá Neil Vi Smith
og Ianthi-Maria Tsimph, The Mind of a Savant: Language-Leaming and Modularity,
Oxford: Blackwell, 1995, og líka „Linguistic Modularity: A Case of a Savant
27