Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Qupperneq 31
UM HVAÐ SNYST MALIÐ?
öðlast betri slcilning á málkuimáttunni, hvemig hún verður til eða þróast,
hvemig hún bretuist, hvers konar tilbrigði fylgjast að o.s.firv., eins og áður
var lýst.
Norrænir málfræðingar, einkum setningafTæðingar, hafa á undanföm-
um áram fengist býsna mikið við athuganir á smátilbrigðum í þessum
skilningi og útbreiðslu þeirra, enda era norræn mál sérlega vel til þess
fallin að skoða fyrirbæri af þessu tagi. Andartaksumhugsun hlýtur að sann-
færa menn um að tilbrigði innan skyldra mála hljóta að vera afleiðing af
einhvers konar málbreytingu. Ef öll norræn mál eru komin af sömu móð-
urtungu þá hlýtur innbyrðis munur þeirra, þ.e. þau tilbrigði sem þau sýna,
að stafa af því að tilteknar breytingar á þessari móðurtungu hafi náð til
sumra þeirra sem tala norræn mál en ekki annarra. A sama hátt hljóta til-
brigði (eða mállýskur) innan ákvæðins máls, til dæmis íslensku, að stafa af
því að ákveðnar málbreytingar hafa ekki skilað sér til allra þeirra sem tala
máhð. Reglan um órödduð /l,m,n/ á undan /p,t,k/ (sjá (4) hér framar) á
yfirleitt ekki \ið í norrænum málum ef frá eru taldar nokkrar norskar mál-
lýskur, færeyska — og svo mál meirihluta Islendinga en ekki allra. Þetta
merkir þá að sú breyting að hafa /l,m,n/ órödduð á undan /p,t,k/ hefur náð
til allra Færeyinga, flestra íslendinga og fáeinna Norðmanna. Þannig hafa
komið fram tilbrigði innan norrænu málanna að þessu leyti — og þarna
eru líka tilbrigði innan norsku og íslensku en hvorki innan færeysku (þar
hafa allir /l,m,n/ alltaf órödduð á undan /p,t,k/) né dönsku (þar bera engir
/l,m,n/ fram órödduð á undan /p,t,k/).
Þau tilbrigði sem nú var lýst eru vel þekkt og viðurkennd og sama á
við um mörg tilbrigði sem varða framburð eða hljóðkerfi. Þetta gildir
bæði um mun milli norrænna mála t.d. og mállýskumun innan þeirra,
eins og áður var lýst. Sumt af þessum mállýskumun er landshlutabundið,
sumt tengist einstökum hópum málnotenda, m.a. aldurshópum. I íslensku
er t.d. nokkur landshlutabundinn munur á framburði, eins og alkunna
er, en einnig talsverður kynslóðabundinn munur.34 Mun minna er vitað
um tilbrigði í setningagerð, en norrænir setningaffæðingar hafa verið að
rannsaka þau á undanfömum árum, að nokkru leyti í skipulegri samvinnu
(sjá http://uit.no/scandiasyn). Sú samvinna felst aðallega í því að skoða
að einhverju leyti sambærilegar setningagerðir innan norrænu málanna
34 Sjá t.d. Höskuld Þráinsson og Kristján Amason, „Islenskar mállýskur,“ Alfrœði
íslenskrar tungu (geisladiskur), ritstj- Þórunn Blöndal og Heimir Pálsson, Reykjavík:
Námsgagnastofnun, 2000, en þar er gerð grein f}TÍr meginniðurstöðum stórrar
rannsóknar á tilbrigðum í íslenskum ffamburði.
29