Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Síða 39
HVERNIG VILTU DÚKKU?
algengustu og virkustu reglur móðurmálsins. í þessum kafla verða tínd til
nokkur dæmi um frávik í máli íslenskra barna á máltökuskeiði, í framburði,
beygingum og setningagerð. Þessi frávik virðast einkenna mál flestra
íslenskra bama á ákveðnu tímabili máltökunnar en þó koma þar iðulega
fram tilbrigði.
I framburði ungra barna birtast ýmis frávik frá framburði fullorðinna.
Nokkur slík frávik eru sýnd í (l).6
(1) a. Rosalegur rass á bra bra [jo:saleyY jas: au: pa: pa:] (Fía 3;1:12) /r/ —» 0, /r/ —» [j]
b. Þessi má ekld fara [hes:i mau: ehci fa:ja] (Fía 2;8:3) /þ/ —» [h]
c. Þetta er hestur [hehta e hehtY] (Fía 2;8:3) /st/ —» /tt/ —» [ht]
Algengt er að börn felli burt hljóð, eins og í dæmunum í (1) þar sem t.d.
bra bra er borið fram [pa: pa:] og hestnr [hehtY], og setji hljóðfræðilega líkt
hljóð í stað annars hljóðs, eins og í (1) þar sem [j] kemur í stað /r/ og [h] í
stað /þ/.7 Dæmi (lc) sýnir einnig algenga samlögun í máli íslenskra bama
þar sem /s/ í samhljóðaklasanum /st/ (í orðinu hestur) er samlagað /t/ og
út kemur aðblástur [hehtY]. I máli ungra barna er þessi samlögun mjög
algeng í samhljóðaklösum þar sem /p/, /t/ eða /k/ er seinna hljóð, t.d. í
orðum eins og bolti, þá borið fram [pohti], og lampi, borið ffam [lahpi].
Eins og önnur framburðarfrávik í máli bama er þessi ofnotkun aðblásturs
algjörlega reglubundin og háð því að lokhljóðin /p/, /t/ eða /k/ komi íýrir
í samhljóðaklasa í inn- eða bakstöðu orða. Dæmin í (1) sýna nokkur algeng
frávik í framburði ungra íslenskra barna en þó er ákveðinn breytileiki í því
t.d. hvaða hljóð koma í stað annarra hljóða. Mörg íslensk börn nota t.d.
laus, blind eða þjást af ýmis konar málþroskaröskunum er aftur á móti yfirleitt
ódæmigerð.
6 I greininni er vísað í dæmi frá fjórum íslenskum börnum, Ara, Birnu, Evu og Fíu,
sem fylgst hefur verið með á máltökuskeiði. Flöfundur greinarinnar fylgdist með
máltöku Evu á árunum 1998-2000 og Fíu á árunum 2004-2008. Dr. Randa
Mulford og nemendur við Fláskóla Islands fylgdust með máltöku Ara og Bimu á
árunum 1980-1984. Athugið að á eftir hverju dæmi er aldur bamsins sýndur í
sviga, t.d. (3;1:12) sem merkir að bamið var þriggja ára, eins mánaða og tólf daga
gamalt þegar það sagði setninguna.
7 Frávik í máh barna em stundum vísar að málbreytingum og geta endurspeglað
málbreytingar sem orðið hafa í skyldum tungumálum. I þessu sambandi er athygl-
isvert að skoða þróun /þ/ í færeysku, sem er náskyld íslensku. /Þ/ hvarf úr færeysku
og í stað /þ/-hljóðs er nú borið ffam /h/ eða /t/, t.d. er orðið Þórsdagur borið fram
með [h] í framstöðu en orðið þak með [t] (Höskuldur Þráinsson, Hjalmar P.
Petersen, Jogvan í Lon Jacobsen og Zakaris Svabo Hansen, Faroese: An Ove?~uiew
and Reference Grammar, Tórshavn: Foroya Fróðskaparfelag, 2004, bls. 400).
37