Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 40
SIGRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR
[ð], [þ] eða [1] í stað /r/ í orðum eins og rass og annað algengt skiptihljóð
fyrir /þ/ er [f], sbr. þyrla [firtla].8
I (2) ern sýnd nokkur algeng frávik í beygingum orða í máli ungra
íslenskra barna. Böm alhæfa venjulega algengusm og virkusm beyging-
arreglur málsins eins og kemur skýrt íram í þessum dæmum.
(2) a. Fleirtala
Mamma lesa wær bókar! (=Mamma, lestu wær bækur!)
Þarna eru tveir maðar. (=Þama era tveir menn)
...margir stafar. (=...margir stafir)
Eva (1; 11:21)
Eva (1; 11:26)
Fía (3 ;4:10)
b. Þátíð
Eva byggjaði. (=Eva byggði) Eva (2;2:7)
Hann gefði Lölu. (=Hann gaf Lölu) Eva(l;10:28)
Eva grátaði. (=Eva grét) Eva (1;10:25)
Hún Iand. (=Hún (= flugvélin) lenti) Fía (3;0:16)
Hún jat brauðið. (=Hún át brauðið) Fía (3;0:9)
c. Endingin -ur í nf.et.kk. alhæfð
Héma er fuglur. (=Hérna er fugl)
Þarna vagnurinn kominn. (=Þama er vagninn kominn)
að skokkurinn minn væri kjólur. (=... væri kjóll)
Þetta er þunnur jakkur. (=Þetta er þunnur jakki)
Eva (1; 9:0)
Eva (1;11:7)
Fía (3;4:9)
Fía (3;4:13)
d. Ih.þt.= stofn+ -ið
Ég hef kaupið hann. (=... ketrpt hann)
Eg gat takið hana. (=... tekið hana)
Eg gat gabbið þig!. (=... gabbað þig)
Fía (5;5:2)
Fía (5;3:7)
Fía (5;4:22)
e. eiga —■* á; mega —■* má
Eva, áum við að fara í leik? (=... eigum við ...) Fía(2;7:ll)
Mamma áa bæði Evu og ... (=... eiga (nafnháttur: á + a)) Eva (1;4:26)
Við máum ekki fá kút. (=Við megum ekki...) Fía (3;0:9)
í dæmum (2a og b) er sýnt að fyrstu fleirtölumyndir íslenskra barna fá
yfirleitt endinguna -ar og fyrstu þátíðarmyndirnar endinguna -aði/-ði,
Indriði Gíslason, Sigurður Konráðsson og Benedikt Jóhannesson, FramburSur og
myndun fleirtölu hjá 200 íslenskum börnum viS jjögi'a og sex ára aldur, Reykjavík:
Kennaraháskóli Islands, 1986, bls. 61-62; Þóra Másdóttir, PhonologicalDevelopment
and Disorders in Icelandic-Speaking Children, Doktorsritgerð, University of New-
casde upon Tyne, 2008, bls. 144—148.
38