Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 41
HVERNIG VILTU DÚKKU?
hvort sem um veikar (þyggja) eða sterkar sagnir (gefa, gra'ta) er að ræða,9 í
síðustu tvæimur dæmunum frá Fíu í (2b) eru sýndar fyrstu tilraunir hennar
til þess að mynda þátíð af sterkum sögnum. Hún er orðin þriggja ára og
hefur náð valdi á þeirri reglu að sterkar sagnir eru yfirleitt endingarlaus-
ar í þátíð og sagnir með -e- í nafnhætti fá -a- í þátíð, sbr. hljóðskiptin í
þriðja og fjórða flokki sterkra sagna: bresta-brast og stela-stal. Ut frá þess-
um reglum er hklegt að Fía myndi þátíðarmyndimar land (af lenda sem
beygist veikt í máli fullorðinna) ogjat (af éta sem tilheyrir fimmta flokki
sterkra sagna).10 Sögnin lenda er veik sögn en þegar böm hætta að beygja
allar sagnir veikt og taka að tileinka sér sterka beygingu er algengt að þau
alhæfi sterka beygingu á veikar sagnir sem falla að beygingarmynstmm
sterkra sagna. I dæmunum í (2c) kemur fram að ung íslensk börn alhæfa
gjaman endinguna -nr í nefriifalli eintölu karlkynsorða og í (2d) er sýnt
að þegar börn taka að mynda lýsingarhátt þátíðar gera þau það oft með
því að skeyta endingunni -ið aftan við stofn sagnarinnar.11 Að lokum er
sýnt í dæmunum í (2e) að íslensk böm nota oft orðmyndimar á og má
þar sem þau ættu að nota eiga og mega þegar þau mynda sagnmyndir í
fleirtölu (l.pers.ft.=á+um og má+nm) og nafnhátt (i+nafnháttarendingin
á) af þessum núþálegu sögnum. Beygingarmyndir af á og má koma fyrir
í öllum persónum eintölu í framsöguhætti í nútíð og í öllum persónum
og báðum tölum í ffamsöguhætti í þátíð og em því algengari í málinu
en beygingarmyndir af eiga og mega. Ung böm alhæfa þær þar af leið-
andi oft. Ymis fleiri beygingaratriði mætti taka sem dæmi um regluleika
bamamáls. Einnig er rétt að hafa í huga að þó flest íslensk börn gangi í
gegnum stig þar sem þau alhæfa fleirtöluendinguna -ar og þátíðarend-
inguna -aði/-ði þá er alltaf einhver einstaklingsmunur í máltökunni og
tilbrigði í beygingum koma fyrir rétt eins og á öðmm sviðum málkerfisins.
9 Indriði Gíslason o.fl., Framburðítr og mynditn fleirtölu hjá 200 íslenskum bömum við
jjögra ogsex ára aldur, bls 127; Sigríður Sigurjónsdóttir, „Beyging í máli íslenskra
bama: Drög að beygingaprófi efdr Höskuld Þráinsson og Sigríði Magnúsdóttur
lögð fyrir 31 bam á aldrinum þriggja til átta ára“, Próftítgerð, Háskóla Islands,
1986; Hrafiihildur Ragnarsdóttir, ,„\ð læra þátíð sagna“, Greinar af sama meiði
helgaðar Indriða Gíslasyni sjötugum, ritstjórar Baldur Sigurðsson, Sigurður Kon-
ráðsson og Omólfur Thorsson, Reykjavík: Rannsóknastofhun Kennaraháskóla
íslands, 1998, bls. 255-275.
10 Guðrún Kvaran, Orð, Handbók um beygingar- og orðmyndunarfrceði, Islensk tunga 11,
Reykjavík: Almenna bókafélagið, 2005, bls. 282-284
11 Eg þakka Solveigu Brynju Grétarsdóttur fyrir að benda mér á þetta atriði sem
einkennir mál margra íslenskra bama.
39