Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Side 43
HVERNIG VILTU DUKKU?
nafnliður í nefhifalli.14 Þessari reglu beita þau einnig á frumlag sagnarinn-
ar vera með lýsingarorðssagnfyllingu eins og Eg er illt og Eg er kalt. Þá
eru fyrstu setningar barna frábrugðnar setningum fullorðinna að því leyti
að fyrsta sögn hverrar setningar stendur í nafhhætti, en er ekki persónu-
beygð, eins og í dæmunum í (3c). Slíkar semingar hafa verið ítarlega rann-
sakaðar í íslensku og svo virðist sem nafnháttarsagnir hafi aðra merkingu
en persónubeygðar sagnir þegar þær taka að birtast í máli ungra barna.
Nafhháttarsagnir virðast yfirleitt vera notaðar til að tjá eitthvað ókomið,
þ.e. þær hafa einhvers konar háttarmerkingu, tjá óskir og vilja en einnig
framtíð, skipanir og þvílíkt. Fyrst þegar persónubeygðar sagnir birtast í
máli barna virðast þær hins vegar frekar vera notaðar til að tjá eitthvað
sem hefur gerst eða er að gerast, sem sagt nútíð eða þátíð.15 Loks beita
börn ekki svokallaðri andlagsfærslu þar sem hún er skyldubundin í málinu,
eins og sjá má í (3d). Þegar andlagið (eða sagnfyllingin) er áherslulaust
fornafn, eins og í fyrstu fimm setningunum í (3d), er andlagsfærsla skyldu-
bundin í íslensku. Hún er aftur á móti valfrjáls þegar andlagið er nafh-
orð eða stærri nafhliður, eins og í síðasta dæminu í (3d). Öfugt við full-
orðna virðast mörg íslensk börn fyrst um sinn hvorki beita andlagsfærslu
þegar andlagið er fornafn né þegar það er nafnorð eða stærri nafnliður.
Setninga- og beygingarfræðilegu atriðin sem tekin eru sem dæmi í (3)
einkenna máltöku flestra íslenskra barna. Akveðin tilbrigði koma þó fram í
máltökunni, t.d. ganga sum börn í gegnum stig sem önnur börn ganga ekki
í gegnum. Sem dæmi um þetta má nefna að flest íslensk börn sem eru á því
stigi máltökunnar að mynda bæði setningar þar sem fyrsta sögn setningar-
14 I þessu sambandi er athyglisvert að færeyska hafði aukafallsffumlög eins og
íslenska en nú er svo komið að aðeins fáeinar sagnir taka með sér aukafallsfrumlög.
Flestar sagnir sem áður tóku frumlag í aukafalli taka nú frumlag í nefnifalli
(Þórhallur Eyþórsson og Jóhannes Gísli Jónsson, „The Case of Subject in Faro-
ese“, Working Papers in Scandinavian Syntax 72, 2003, bls. 207-231). Frávik (3b) í
máli íslenskra bama endurspeglar því málbreytingu sem orðið hefúr í færeysku.
15 Sigríður Sigurjónsdóttir, „Root Infinitives and Null Subjects in Early Icelandic“,
Proceedings of the 23rtI Anmial Boston University Conference on Language Development,
ritstjórar Annabel Greenhill, Heather Litdefield og Cheryl Tano, Somerville,
Mass.: Cascadilla Press, 1999, bls. 630-641; Sigríður Sigurjónsdóttir, „The
Different Properties of Root Infinitives and Finite Verbs in the Acquisition of
Icelandic“, Proceedings ofthe 29th Annual Boston University Conference on Language
Development, ritstjórar Alejna Bragos, Manuella R. Clark-Cotton og Seungwan
Ha, Somerville, Mass.: Cascadilla Press, 2005, bls. 540-551; Sigríður Sigur-
jónsdóttir, ,JVIáltaka og semingafræði“, Setningar, Handbók uni setnmgafrœði, Islensk
tunga III, ritstjóri og aðalhöfundur Höskuldur Þráinsson, Reykjavík: Almenna
bókafélagið, 2005, bls. 636-655, hér bls. 641-643.
41