Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Side 44
SIGRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR
innar er í nafnhætti, sjá (3c), og setningar þar sem sögnin er persónubeygð,
sjá (3a,d), tdrðast fylgja þeirri reglu að láta sagnir í nafnhætti standa á eftir
neituninni ekki en sagnir sem eru persónubeygðar á tmdan neinmiimi ekki.
Þetta sést til dæmis í máli Evu í dæmunum í (3). Þegar neitunin ekki tók
að birtast í setningum í máb Ara, Bimu, Evu og Fíu þá hafði hún strav
þessa stöðu.16 Þó er tdtað um íslenskan dreng sem bjrjaði á að neita sem-
ingum með því að setja neitunina ekki alltaf aftast í setninguna, sjá (4).1
(4) Fá borða ekki. (Drengur 2;2 ára)
Fara í náttföt ekki.
Viltu halda á mér ekki.
Setningarnar í (4) minna á stig sem sum enskumælandi börn ganga
í gegnum en þau bwja á því að neita setningum með því að setja neit-
unarorðin no og not fremst eða aftast í semingar, t.d. No I see truck og
Not Frazer read. zí.18 Akveðin tilbrigði koma því alltaf fjrir í máltökunni.
Frávikin frá máli fullorðinna í dæmum (l)-(3) tdrðast einkenna máltöku
flestra íslenskra barna og afbrigði svipaðs eðlis koma þTÍr í máli erlendra
barna. Þannig einfalda ung börn alls staðar samhljóðaklasa, beita samlög-
unum, setja hljóðfræðilega Ek hljóð í stað annarra sem þau eiga erfitt með
að mynda og alhæfa algengustu og tdrkusm beygingar- og semingareglur
móðurmálsins. Börn eru mislengi á hverju stigi málþroskans en með hverju
stigi breytast frátdkin og reglurnar verða fleiri og þrengri, þar til börn-
in hafa að lokum tileinkað sér sama eða svipað málkerfi og fullorðnir.10
Sjaldgæft tilbrigði í mdli Fíu um þriggja ára aldurinn
Eins og komið hefur fram ganga ung börn í gegnuin svipuð málþroskastig.
MáltökuferHð er því að mörgu leyti fyrirsegjanlegt en þó einkennir áktæð-
inn breytileiki mál barna á máltökuskeiði. Þannig er máltakan alltaf að ein-
hverju leyti einstaklingsbimdin og tilbrigði koma fram í þeim frávikum sem
einkenna mál ungra barna. Flest þessara tdlbrigða eru algeng en af og til
16 Sömu rit.
17 Eg þakka Rannveigu Sverrisdóttur fj,TÍr að segja mér frá þessum dæmum.
18 Sbr. Helen Goodluck, Language Acquisition, Oxford: Blackwell, 1991, bls. 125-
126; William O’Grady, How Children Learn Language, Cambridge: Cambridge
University Press, 2005, bls. 98-99.
19 Sjá neðanmálsgrein 3.
42