Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 47
HVERNIG VILTU DUKKU?
hafa ekki myndað spurningar af þessari gerð.24 Þetta frávik tengist þó
líklega setningagerðum eins og (9) sem koma fyrir í máli fullorðinna.
(9) a. Hvað er X [_gamall]?
b. Hvað er X [_stór]?
c. Hvað á X [_mikla peninga] ?
d. Hvemig er X [__á litinn] ?
I dæmunum í (9) hefur Au-spurnarorðið verið fært eitt sér út úr spurn-
arliðnum íf emst í seminguna og afgangurinn verið skilinn eftir, alveg eins
og í máli Fíu. Þannig er grunngerð setninganna í (9) eins og sýnt er í (10).
(10) a. X er [hvað gamall] ?
b. X er [hvað stór]?
c. X á [hvað mikla peninga]?
d. X er [hvemig á litinn]?
Höskuldur Þráinsson fjallar um semingar eins og (9a,c) og bendir á að í
svona setningum líkist hegðun spurnaratviksorðsins hvað hegðun áherslu-
atviksorða eins og ofsalega og æðislega sem einnig má færa út úr lið fremst í
semingu, sjá (11).25
(11) a. Ofsalega er X [_ríkur]!
b. Æðislega söng X [__vel]!
Höskuldur bendir á að íslenska skeri sig úr að þessu leyti því sambæri-
leg færsla spumaratviksorða og áhersluatviksorða á svokölluðum „vinstri
kvisti“ samsettra liða er yfirleitt ekki leyfð í tungumálum.26 Talað er um
Hömlu á færslu vinstri kvists (e. Left Branch Condition)?' Nágrannamál
24 Eins og kemur fram í neðanmálsgrein 6 fylgdist Sigríður Sigurjónsdóttir með
máltöku Evu og Fíu á árunum 1998-2000 og 2004-2008. Dr. Randa Mulford og
nemendur við Háskóla Islands fylgdust með máltöku Ara, Bimu og Dóm á ámn-
um 1980-1984. Reyndar fylgdist Margrét Pálsdóttir með máltöku Dóra alveg frá
fæðingu hennar 1978 og þar til langsniðsathugunin á Ara, Birnu og Dóm hófst
árið 1980. Þetta em þau böm sem fylgst hefur verið reglulega með á ákveðnu
tímabili. Skrá um rannsóknir á máltöku íslenskra barna er að finna hjá Sigríði
Sigurjónsdóttur og Sigurði Konráðssyni, „Skrá um rit og greinar sem varða mál-
töku íslenskra barna", íslensktmál 16-17, 1994-1995, bls. 215-220.
25 Höskuldur Þráinsson, Setningar, Handbók um setningafrœði, Islensk tunga III, rit-
stjóri og aðalhöfundur Höskuldur Þráinsson, meðhöfundar Eiríkur Rögnvaldsson,
Jóhannes Gísli Jónsson, Sigríður Magnúsdóttir, Sigríður Sigurjónsdóttir og
Þómnn Blöndal, Reykjavík: Almenna bókafélagið, 2005, bls. 133-134.
26 Sama rit, bls. 135.
2 John R. Ross, Constraints on Variables in Syntax, Doktorsritgerð, MIT, 1967.
45