Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Side 48
SIGRIÐUR SIGURJONSDOTTIR
íslenskannar, eins og flest önnur mál, lúta þessari hömlu en það gerir
íslenska ekki, eins og sýnt er í (12).28
(12) (i) a. [Hvað marga hesta] átt þú ? (íslenska)
b. Hvað átt þú [ marga hesta]?
(ii) a. [Hvor mange heste] har du ? (danska)
b. *Hvor har du [ mange heste]?
(iii) a. [How many horses] do you have ? (enska)
b. *How do you have [ many horses]?
(iv) a. [Wie viele Pferde] hast du ? (þýska)
b. *Wie hast du [ viele Pferde]?
í (12) sést að færsla spurnaratviksorðs á vinstri kvisti samsetts nafnliðar
fremst í setninguna er leyfileg í íslensku, sbr. (12i,b), en ótæk í dönsku,
ensku og þýsku.29
Fía myndar einmitt semingar eins og (9d) á því tímabili sem hún mynd-
aði ^n-spurningarsetningar eins og í (8). Tvö dæmi um slíkar spurningar í
máb Fíu má sjá í (13).
(13) a. Hvað á Solla stirða að vera [_á litinn]?
(=Hvemig á Solla að vera á litinn) Fía (3; 1:9)
b. Hvað er pabba hjól [_á litinn]?
(=Hvemig er pabba hjól á litinn) Fía (3; 1:24)
Þessar spurningar væru eðlilegar í máli fullorðinna íslendinga ef Fía not-
aði rétt spurnarorð. A þessum aldri hefur hún hins vegar ekki enn náð
valdi á spurnarorðunum hvemig og hvaða en notar í stað þeirra spurn-
arorðið hvað. Islenskar og erlendar rannsóknir sýna að börn læra spurn-
arorðin hvar, hvað og hver á undan öðrum spurnarorðum og nokkur
tími líður þar til þau tileinka sér spurnarorðin hvemig, hvaða, af hveijn
og hvenær, og þau lærast yfirleitt í þessari röð. Rannsókn Sigríðar Sig-
28 Sbr. Höskuld Þráinsson, Setningar, Handbók um setningafi'æði, Islensk timga III, bls.
179.
29 Undantekningar ffá Hömlu á færsla vinstri kvists koma fyrir í fleiri málum en
íslensku en era þó tiltölulega sjaldgæfar. Sem dæmi urn mál sem lúta ekki þessari
hömlu má nefna indíánamálið mohawk, sem talað er í Kanada og í New York-ríki
í Bandaríkjunum, og pólsku, sjá (i).
(i) a. [Jaki numer] wykrefiles _ ? b.Jaki wykrefiles [_numer]?
hvaða númer hringdirðu? hvaða hringdirðu númer?
„Hvaða númer hringdirðu í?“
(sbr. Alastair Butler og Eric Mathieu, The Syntax and Semantics of Sp/it Constnic-
tions: A Comparative Study, New York: Palgrave Macmillan, 2004, bls. 3).
46