Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 51
HVERNIG VILTU DUKKU?
í þessum setningum kemur fyrir auka ^u-spurnarorð, þ.e börnin hafa hv-
orð bæði fremst í aðalsetningunni og í aukasetningunni. Svona setningar
koma ekki fyrir í máli fullorðinna enskumælandi manna og eru því ekki hluti
af málumhverfi barna sem hafa ensku að móðurmáli. Setningar af þessari
gerð, með auka hv-orði fremst í aukasetningu, koma hins vegar fyrir í
sumum málum, t.d. í þýskum og rúmenskum mállýskum, sjá dæmið í (16).3 3
(16) Kas misline [kas o Demiri dikhol]? (rúmenska)
Hvem heldurðu [hvem hinn-Demiri sér]?
„Hvem heldnrðu að Demiri sjái?“
Tilbrigði sem eru mögulegí mannlegu máli, en koma ekki fyrir í málumhverfi
barna, geta stundum einkennt máltöku bama eins og í þessu tilviki. Það er
því ekki alltaf þannig að finna megi líklega fyrirmynd að ákeðnum frávikum
í máh bama í málumhverfi þeirra. Tilteknar reglur sem eiga ekki við um
móðurmál barns en kunna að gilda í öðram tungumálum geta samt sem áður
komið fram sem afbrigði í máli barnsins þegar það byggir upp málkerfi sitt.
Ritaskrá
Butler, Alastair og Eric Mathieu, The Syntax and Semantics of Split Constructions: A
Comparative Study, New York: Palgrave Macmillan, 2004.
Crain, Stephen og Rosalind Thomton, Investigations in Universal Grammar, Cambridge,
Mass.: MIT Press, 1998.
Goodluck, Helen, Langaage Acquisition. Oxford: Blackwell, 1991.
Guðrún Kvaran, Orð, Handbók um beygingar- og orðmyndunarfrœði, Islensk tunga II,
Reykjavík: Almenna bókafélagið, 2005.
Hraíhhildur Ragnarsdóttir, „Að læra þátíð sagna,“ Greinar af sama meiði helgaðar
Indriða Gíslasyni sýötugum, ritstjórar Baldur Sigurðsson, Sigurður Konráðsson og
Omólfur Thorsson, Reykjavík: Rannsóknastofhun Kennaraháskóla Islands, 1998,
bls. 255-275.
Höskuldur Þráinsson, Hjalmar P. Petersen, Jogvan í Lon Jacobsen og Zakaris Svabo
Hansen, Faroese: An Overview and Reference Grammar, Tórshavn: Foroya Fróð-
skaparfelag, 2004.
Höskuldur Þráinsson, Setningar, Handbók um setningafræði, Islensk tunga III, ritstjóri og
aðalhöfundur Höskuldur Þráinsson, meðhöfundar Eiríkur Rögnvaldsson, Jóhannes
Gísh Jónsson, Sigríður Magnúsdóttir, Sigríður Sigurjónsdóttir og Þórunn Blöndal,
Reykjavúk: Almenna bókafélagið, 2005.
Indriði Gíslason, Sigurður Konráðsson og Benedikt Jóhannesson, Framburður og
33 Dana McDaniel, Bonnie Chiu og Thomas L. Maxfield, „Parameters for voh-
movement types: Evidence from child English“, Natural Language and Linguistic
Theory 13, 1995, bls. 709-753, hér bls. 712.
49