Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Síða 55
Helgi Skúli Kjartansson
Sagnasambönd
í þjónustu talmálstilbrigða
Tilefni þessarar greinar er sú þróun í nútímamáli, sem mikla athygli hefur
vakið síðustu árin, að sagnasambandið vera að (gera e-ð) sé notað í sam-
hengi sem eldra fólk átti ekki að venjast. Hér verður leitast við að bera
þessa nýjung saman við aðrar eldri þar sem ný eða útvíkkuð notkun hjálp-
arsagna hefur nýst til að mynda blæbrigði í málnotkun, helst í óformlegu
talmáh.
Ég er niL ekki að segja það kannski...
„Sú er nú ferð frægst“ í íslenskri málvöndun að benda á nýtilkomna ofnotk-
un sagnasambandsins vera að gera e-ð, „dvalarhorfsins“ sem sumir kalla
eða „framvinduhorfsins".1 Er þá t.d. átt við unga fólkið sem „er bara ekki
að skilja“ hvað við þau eldri meinum, eða íþróttagarpana sem „voru ekkt
að skora“ nógu mikið og því fór sem fór.
Þetta eru greinilega nýmæli; það finnum við sem erum nógu gömul til
1 Jón G. Friðjónsson, Samsettarmyndirsagna, Reykjavík: Málvísindastofhun Háskóla
íslands, 1989, einkum s. 107-111, 118-123; Höskuldur Þráinsson, „Hvað eru
margar tíðir í íslensku og hvemig vitum við það?“, Islenskt mál og almenn málfræði
21 (1999), s. 181-224, einkum s. 203-205, 215-220; Höskuldur Þráinsson, „Um
nafhgifrir hjálparsagnasambanda“, íslenskt mál og almenn málfrceði 23 (2001), s.
229-252, einkum s. 248-249; Höskuldur Þráinsson, Setningar. Handbók um setn-
ingafræði (Islensk tunga IH), Reykjavík: Almenna bókafélagið 2005, s. 486H98,
einkum s. 488-489,494-496. Um hugtakið horftæða. auk þess Jón Axel Harðarson,
„Horf í íslenzku“, íslenskt mál og almenn málfræði 22 (2000), s. 129-144; Baldur
Sigurðsson, „Horfið um Jónas“, Fáfhis hjarta við funa steikir. Sigurður Konráðsson
fimmtugur..., [Reykjavík] 2003, s. 33-38; oglngibjörgB. Frímannsdóttir, „Horfur
á horfi“, Hrafnaþing 2005, 2. árg., s. 28-52. Gagnrýni á ofnotkun sagnasambands-
ins þekki ég vandaðasta í Morgunblaðspisth Jóns G. Friðjónssonar („Islenskt mál
- 6. þáttur“) 12. júb 2003 sem m.a. má firrna á vef Málffæðifélagsins: http://imf.
hi.i/hofundur.php?id=6.
Ritið 3/2008, bls. 53-64
53