Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 56
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
að hafa lært íslenska tungu án þessara möguleika. Nýmæli einhvem veginn
í þá átt að þetta vera að ... er ekki eins bundið við það sem stendur jtfir eða
fengist er tdð á líðandi eða umræddri stundu. Þó er ekki alveg einfalt að
draga mörkin milh þess gamla og nýja í notkun sagnasambandsins.
Þessu orðalagi vottar fyrir í fomritum, ekki þó hinum elstu,2 3 og verður
að telja að vera fái þar nýtt hlumerk sem hjálparsögn. I eiginlegustu merk-
ingu á orðalagið við yfirstandandi verknað:
(1) Eg er að tálga hom í högld,
hagleiksmyndin burt er sigld (17. öld).J
Einnig um verknað sem tekur ákveðinn tíma þótt hann standi ekki yfir
samfellt:
(2) Eg var að ráða árið um kring
það Egill kvað á nóttu (17. öld).4
En jafnan um verknað fremur en ástand eða afleiðingar:
(3) Einn var að smíða ausutetur,
annar hjá honum sat.
Hér er það aðeins hinn virki aususmiður sem var að gera eitthvað; hinn
bara sat, ómögulega *var að sitja.5
(4) Eg var að reikna þessi dæmi allt kvöldið og skildi þá loksins hvemig átti að setja
þau upp.
Þarna er sama hvort skibungurinn kviknaði skjmdilega eða smám sarnan,
það var eitthvað sem henti mig ffekar en ég hafi haft það fyrir stafhi og get
því ekki sagt ég hafi *verið að skilja neitt. Samt get ég sagt:
(5) Eg var lengt að skilja hvað maðurinn eiginlega meinti.
2 Jón Friðjónsson, Samsettar myndir ..., s. 112 nm.
3 Þar sem ekld er vísað til heimildar eru kveðskapardæmi tilfærð efrir minni og
lausamálsdæmi tilbúningur höfundar.
4 Tekið, skv. ábendingu Kristjáns Eiríkssonar, af óðffæðivefnum Braga, (http://
tgapc05.am.hi.is/bragi/ > Leit í lausavísum) 29. október 2008.
5 Það er ómögulegt að segja: „Pétur var að smíða ausu og Páll *var að sitja hjá hon-
um.“ Hitt virðist mun tækilegra: „Hvað var Pétur að gera?“ „Smíða ausu.“ „Nú, en
Páll?“ „Bara hitja og hoifa.“ Þarna er eins og fjarlægðin frá var að, ásamt því hve
lítið setningarmót er á tilsvörunum, deyfi hömlumar á notkun dvalarhorfsins.
54