Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 58
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
blæ en sögnin ósamsett (við lendum / ég lentí), tilheyrir talmáli h'ekar en
ritmáli. I þessari merkingu eru takmarkanir á notkun sagnasambandsins
allt aðrar en í fi'amvindumerkingunni,9 Ekkert hamlar mér t.d. að segja:
(1 la) Eg held ég sé loksins að skilja þetta.
(1 lb) £g var rétt að skilja verkehiið þegar tíminn var búinn.
Svo er til dálítið óvænt afbrigði af þessari merkingu þar sem vera að er
notað um atburð eða verknað, áformaðan á tilteknum tíma sem þarf ekki
að vera neitt sérlega nálægt líðandi stundu:
(12a) Hann er að fara á eftirlaun eftir fimm-sex ár.
(12b) Hvað erm að gera á fimmmdaginn í næsm viku, t.d. um kaffileytið?
Þarna er sagnasambandið beinlínis notað til að tákna framtíð og má segja
að vera sé þar eins konar staðgengill systursagnarinnar verða. Sú er að
jafhaði nomð til að tákna framtíð, þó ógjarna með nafnhætti því að þar
truflar önnur merking hennar: ,þurfa, mega til‘.
(13a) Eg verð á Akureyri í næsm viku.
(13b) Eg verð farinn norður á þriðjudaginn.
(13c) Ég er að fara norður eftir helgina.
(13d) Ég verð [=,þarf ] að fara norður eftir helgina.
Enn er þriðja merkingin,10 tilheyrir einnig talmáli eða ffemm' óformlegu
málsniði, og býst ég við hún sé síðari alda nýjung þó ekki sé hún uppfinn-
ing núlifandi kynslóða. Þá er sagt vera aðgera e-ð í merkingunni ,leggja sig
niðm við það, kæra sig um það (að ástæðulausu), gera það þótt betur væri
ógert‘. Merkingin er í sjálfu sér neikvæð eða afneitandi, enda fylgir oft
neitun, bein (ekki o.þ.h.) eða óbein (varla, neitt o.s.frv.):
(14a) Ég er nú bara ekkert að ansa svona tali, sko!
(14b) Maður er nú varla mikið að ansa svona tali.
(14c) A maður nokkuð að vera að ansa svona tali?
9 Sjá, auk nýnefndra heimilda, dæmi hjá Jóni Axel, „Um horf í íslenzku“, s. 136-
Í39-
10 „Aherslumerking" heitir hún hjá Jóni Friðjónssyni og „ávallt með neimn“ (Sam-
settarmyndir ..., s. 109); „háttarleg merking" hjá Höskuldi og „krefst þess líklega
að einhvers konar neimn ... fylgi með“ („Um nafhgiftir ...“, s. 248).
56