Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 61
SAGNASAMBÖND í ÞJÓNUSTU TALMÁLSTILBRIGÐA
Hér er munurinn sá að (22) segir sá sem sjálfur hefur skemmt sér vel (og
jafnt fyrir það þó að gleðskapnum sé alls ekki lokið); (21b) er hins vegar
áfyktun eða samsinni þess sem heyrir lýst annarra gleði.
Notkunarsvið þessa búinn að vera að ... hefur aldrei verið svona vítt í
ritmáli eða settlegri ræðu, og ég held að jaíhvel í hversdagstali hafi það
þrengst nokkuð frá því sem ég vandist í uppvextinum. Miðað við lýsingar,
sem hitta örugglega nokkuð í mark um miðlungs-formlegt málsnið sam-
tímans, hef ég víst ofnotað þetta orðalag ekki síður en unga fólkið gerir nú
við vera aðgera e-ð. Þarna hefur talmálstískan sveiflast alllangt um skeið en
leitað síðan til baka.
... fara aðfara aðfá sér gleraugu
„Byrjunarhorfið“ fara að gera e-ð (eðafara að gerast)f upphaflega í merk-
ingunni ,leggja af stað til að gera e-ð‘, táknar nú að ,byrja á e-u‘ (eða
,hefjast (bráðum) eða nálgast4). Þetta er síðari alda mál, orðið til við hlið
formlegra orðalags (taka aðgera e-ð/gerast) eða hlutlausara (byrja að...) og
langmest notað í óformlegu málsniði.
(23a) Eg nú farinn að halda að þetta lukkist bara.
(23b) Ætb fari ekki bráðum að rigna?
(23c) Fer þetta nú ekki að fara að verða bara gott? \gott = ,nóg‘]
Þessu líkt orðalag hefur verið nógu algengt í gamalli vestur-íslensku til að
KN sæi ástæðu til að skopstæla það undir dýrum hætti:
(24) Silkispjara sólin rara
sín með ber augu
ætlar bara að fara að fara
að fá sér gleraugu.
Líkt má segja um sambandið geta gert e-ð (eða geta gerst)}6 Þar getur sögn-
in haldið sinni eiginlegu merkingu: ,megna, vera fær um‘. En getur líka
misst hana, orðið hjálparsögn1' sem lætur aðalsögnina tjá möguleika:
15 Jón Friðjónsson, Samsettar myndir ..., s. 112-116 (einnig um önnur sambönd
skyldrar merkingar), 119-121.
16 Jón Friðjónsson, Samsettar myndir ..., s. 135-136.
1 Eg reyni hér að halda mig við það hjálparsagnarhugtak sem Höskuldur lýsir í
59