Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 63
SAGNASAMBÖND í ÞJÓNUSTU TALMÁLSTILBRIGÐA
að hann sé neinu ráðandi um það sem gerist heldur bara að það gerist.
Þetta er að láta gera e-ð við sig í nákvæmlega þeirri merkingu sem annars
felst í þolmynd: að e-ð sé gert við mann. Eg ólst upp við þetta sem algengt
og sjálfsagt orðalag, svo sjálfsagt að í hversdagsmáli þurfri t.d. aldrei að
nota nafhhátt af þolmynd. Það var auðvitað vont að láta lemja sig,fiílt að láta
stríða sér - miklu fremur en vera laminn, vera strítt. Eins var hægt að spara
sér heilar aukasetningar: gaman að láta lesa fyrir sig, gott að láta ömmu leiða
sig. Utilokað að taka svo bóklega til orða að lesið væri fyrir mann, skárra
að það væri lesið fyrir mann og þó varla munntamt.19 En þetta gilti bara í
nafhhætti. Ef ég lét lesa fyrir mig, þá var það ég sem réð því sjálfur, annars
var lesiðfyrir mig - í þolmynd sem einhvern veginn var ekki eins strembin
í framsöguhættinum.
Þannig var þetta ekki bara í mínum uppvexti heldur má enn í dag segja
um þolanda verknaðar að hann láti gera e-ð við sig. En ég má næstum
fullyrða að þetta sagnasamband hafi þó heldur þokað, sé hreint ekki eins
sjálfsagt nú og fyrir 50 árum, þolmyndin (í sínum mismunandi formlegu
afbrigðum) hins vegar orðin algengari í mæltu máli.
Að láta gegni þessu hálfgerða hjálparsagnarhlutverki, það hef ég ekki
hugmynd um hve gamalt er í málinu. En sem nýjung hefur það á einhverju
stigi rutt sér til rúms, eitt þeirra sundurleitu sagnasambanda sem talmálið
hefur sóst eftir sem nýjungum, tilbrigðum með óformlegan blæ.
Ætlarþessu aldrei að linna?
Með þessari yfirskrift niðurstöðukaflans er ég ekki að meina {er ... að? -
eða á formlegra máli: vakir ekkifyrir mér) að greinin sé orðin löng og erfið
að skrifa (hvað þá lesa), enn síður að ásókn hjálparsagnanna sé endilega
nein þreytandi plága.
Heldur vil ég bara benda á sögnina ætla. Orð sem vissulega á sína gildu
raunar aðeins notuð á þennan hátt í nafnhætti, en nafnháttur þolmyndar virðist
einnig hóti fremur hafður um persónuleg frumlög:
(a) Gunna var klippt á korteri.
(b) (?)Það kalla ég fljótt að hún var klippt á korteri.
(c) Það kalla ég fljótt að vera klippt á korteri.
(d) Bókin var skrifuð á þrem vikum.
(e) Það kalla ég fljótt að hún var skrifuð á þrem vikum.
(f) ?Það kalla ég fljótt að vera skrifuð á þrem vikum.
19 Auk annars spillti það fyrir slíkum setningum að eitthvað eimdi eftár af þeim
hreintunguboðskap að maður sem óákveðið fomafn væri óviðeigandi dönsku-
sletta.
61