Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Side 64
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
merkingu, upphaflega að ,hyggja, gera ráð f\TÍr‘ (Einkumþó vér ötlum / aS
þærfari úrpjötlum ...), síðan og aðallega að ,áforma, stefna að, hafa afráð-
ið‘. En svo getur sjálf ætlunin alveg gufað upp og eftir staðið lítið meira
en hjálparsögn:20 e-ð ætlar að gerast í merkingunni ,e-ð gerist (líklega, fyr-
irsjáanlega)1:
(28a) Það ædar víst að rigna allan daginn.
(28b) Mér ædar bara aldrei að batna þessi hálsbólga.
(28c) Það ædar að rætast úr honum, þeim stutta.
(28d) Eg æda víst aldrei að verða nógu grannur fyrir þessar buxur.
Hér er á ferð ein svonefhdra háttarsagna sem auk grunnmerkingar er hægt
að nota í breyttri merkingu og fá þá að nokkru leyti eðh hjálparsagna.21
Tvær þeirra, munu22 og kunna, eru áberandi í fornmáli og enn hafðar í
formlegu nútímamáli um það sem mun gerast (framtíðarmerking) eða kann
að gerast (möguleikamerking). I talmáli og látlausum stíl hafa hins vegar
ætla og geta tekið við hlutverkunum þegar við tölum um það sem ætlar
vonandi að ganga vel þó það geti líka farið illa og annað í þeim dúr. Hér eru
þá enn dæmi um sagnasambönd sem á einhverju stigi hafa rutt sér til rúms
sem nýstárleg og óformleg tilbrigði, sjálfsagt í talmáli áður en þau fóru að
birtast í riti.
Fleiri sagnasambönd mætti nefna þessum lík og skal þó staðar numið
að sinni. Allt þetta sem getur nú gerst, ætlar víst að gerast, er farið eða
jafnvel búið að gerast - það ætti að nægja til að setja nýmælið, sem unga
fólkið er svo mikið að nota, í ákveðið samhengi íslenskrar málsögu. \uð
sjáum hvernig það hefor, a.m.k. síðustu aldirnar, verið háttur íslenskunnar
að endurnýja talmálið með nýjungum í sagnasamböndum. Tilbrigðin hafa
sitt nýjungagildi, a.m.k. um sinn: opna nýjum kynslóðum leið til að greina
20 Hér er a.m.k. uppfyllt skilyrðið um hludeysi gagnvart frumlagi, hins vegar hömlur
á merkingu aðalsagnar sem þarf að tákna það sem gerist fremur en það sem
einhver hefur fyrir stafni. „Eg æda víst aldrei að læra þessar reglur“ á þartnig við
árangur námsins en ekki ástundun.
21 Höskuldur, Setningar, s. 418-421. Hann nefnir breyttu merkingmta einu nafiti
„möguleikamerkingu“, þó með fyrirvara um að það eigi misvel við.
22 Hún hefur eiginlega ekki grunnmerkingu, sambærilega við áformsmerkinguna í
ætla. Fremur mætti segja að hún sé í grunninn hrein hjálparsögn, notuð til að
mynda framtíð, en í breyttu merkingunni tákni hún líkindi, grun, ályktun, úrdrátt:
„Eg mun nú hafa heyrt á það minnst". Það er þá sambærilegt við ályktunarmerk-
ingu hjálparsagnarinnar hafa sem rædd er hér að ffaman í tengslum við vera búinn
að.
Ó2