Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Blaðsíða 67
Yelena Sesselja Helgadóttir
Tilbrigði í byggingu færeyskra skjaldra
og íslenskra þulna
1. Inngangur
I ágiist síðastliðnum tók stór hópur málfræðinga, aðallega £rá Norður-
löndum, þátt í ráðstefnu um tilbrigði og vettvangsrannsóknir á vegum
NLVN (Nordic Language Variation Network) og NORMS (Nordic
Centre of Excellence in Microcomparative Syntax) ásamt ScanDiaSyn
(Scandinavian Dialect Syntax).1 Ráðstefnan var haldin í Færeyjum. I fram-
haldi af erindaflutningi ferðaðist hópurinn um eyjarnar með það að mark-
miði að taka viðtöl við málhafa frá ýmsum málsvæðum landsins. Með í för
voru nokkrir fylgifiskar með sín eigin verkefni á öðrum sviðum en mál-
fræði. Undirrituð var einn af fylgifiskunum en ég hafði mikið gagn af ferð-
inni — með vel skipulögðum viðtalstímum þar sem hægt var að nálgast
Færeyinga á ýmsum aldri, af báðum kynjum og úr ýmsum þjóðfélagsstétt-
um — til að kanna munnlega geymd færeyskra skjaldra2 nú á fyrsta áratug
21. aldar. Þetta erindi mitt áttd það sammerkt við erindi málfræðinganna í
hópnum að ég var einnig að leita tilbrigða — þó ekki í máli Færeyinga
heldur í skjaldrum sem þeir fóru með.1
1 The 3rd NLVN Training Seminar and the 5th NORMS Dialect Workshop;
Tórshavn, Faroe Islands, Augrist 8 — Angust 15/16, 2008, organized by Hösk-
uldur Þráinsson, Þórhallur Eyþórsson, Oystein A. Vangsnes, Jógvan í Lon Jacob-
sen, Victoria Absalonsen. Sjá nánar á heimasíðum umræddra stofhana: http://nlvn.
uit.no, http://norms.uit.no, http://uit.no/scandiasyn.
2 Færeyska orðið skjaldur beygist á fleiri en einn veg. Hér er farin sú leið sem virðist
vera algengust: með stofnlægu -r-i og engu zi-hljóðvarpi í fleirtölu. Annars eru
færeysk orð í þessari grein beygð á íslenska vísu.
3 Hugtakið tilbrigði (e. variatiorí) er mikið notað bæði í málfræði og þjóðfræði. Til-
brigði í þjóðfræði stafa einkum af því að textamir, sem þjóðfræði fæst við, lifa í
munnlegri geymd og eru mjög breytilegir, enda er hver flutningur texta einstakur
og felur m.a. í sér aðlögun textans að aðstæðum flutningsins (sjá Lauri Honko,
Ritið 3/2008, bls. 65-89
65