Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Síða 68
YELENA SESSELJA HELGADÓTTIR
Færeysk skjaldur eru náskyld íslenskum þulum síðari alda (þ.e. frá 14. til
19. aldar og jafnvel ffam á okkar daga). Báðum greinunum má lýsa sem
lausbyggðum, romsutengdum, síbreytilegum þjóðkvæðum sem hafa varð-
veist í munnlegri geymd. Þau eru oft sérstaklega tengd börnum — enda
þótt Ijóst sé að hlutverk þulna (og væntanlega líka skjaldrd) hafi uppnma-
lega einnig verið annað, t.d. í vinnu og leikjum fullorðinna.* * * 4 Bæði þulur og
skjaldur eiga rætur sínar að rekja til romsukveðskapar sem virðist hafa náð
yfir allt norræna svæðið — bæði eyjarnar5 og meginlandið — í upphafi
tímabilsins og þróast á sama veg framan af tímabilinu.6 Efdr mikla
útbreiðslu á 19. öld fór vegur bæði þulna og skjaldra minnkandi um og
eftír miðbik síðustu aldar. Þau endurheimtu þó vinsældir sínar á síðusm
áratugum aldarinnar þegar þeim var safhað og þau gefin út bæði á bókmn
og hljómdiskum — aðallega sem barnaefhi — og hafa verið notuð í barna-
kennslu í auknum mæli. Þó má deila um hvort þetta geti tahst ffamhald
„Thick Corpus and Organic Variation: an Introduction“, Thick Corpits, Organic
Variation and Textuality in Oral Tradition, ritstj. Lauri Honko, Helsinki: Finnish
literature society, 2000, bls. 3-28, hér bls. 17). Tilbrigði í þjóðfræði geta verið á
ýmsum sviðum og af ýmsu tagi, til að mynda míkró- og makrótilbrigði, samtíma-
leg (e. synchronic) og söguleg (e. diachronic) trilbrigði, aðlögunartilbrigði og skap-
andi trilbrigði og svo má lengi telja (sjá sama rit og aðrar greinar í tilvitnuðu
greinasaihi). í þessari grein er hugtakið tilbrigði notað um tvö eða fleiri mismun-
andi afbrigði texta eða einstakra eininga hans (sjá kafla 1.1) sem hafa í grundvall-
aratriðum sömu merkingu eða gegna sama hlutveriri í því samhengi sem þau birt-
ast, þ.e. í þulutexta (gildir um einingar sem þulutexti er samsettur úr) eða íslensku
þuluhefðinni (gildir bæði um einstakar þulueiningar og um heila þulutexta).
4 Sjá meira um þulur og skjaldur í grein minni: Yelena Sesselja Helgadóttir, „ís-
lenskar þulur og færeysk skjaldur-. Er allt sama tóbakið?“, Frændafundur 6: Fyrir-
lestrarfi'á feroyskari-ísletidskari ráðstevnu íTórshavn 26.-2S.juni 2007, ritstj. Turið
Sigurðardóttir ogMagnús Snædal, Tórshavn: Fróðskapur, 2008, bls. 175-199, hér
bls. 175-190, 194.
5 Þar með talið Hjaldand og Orkneyjar. Um þuluarfinn á þeim eyjum sjá í væntan-
legri grein minni: Yelena Sesselja Helgadóttir, „Shedand Rhymes from the
Collection of Dr Jakob Jakobsen", væntanleg í útgáfuriti færeysk-hjaldenski-ar
ráðstefnu um dr. Jakob Jakobsen, Scalloway, 12.-13. maí 2006.
6 Sjá í grein minni: Yelena Sesselja Helgadóttir, „Islenskar þulur og færeysk skjaldur.
Er allt sama tóbakið?“, bls. 190-194. Enn ffernur: Yelena Sesselja Helgadóttir
(Yershova), „Hvað felst undir bláum þræði í ýmsum Norðurlöndum (um flöldku-
minni í þulum síðari alda)“, Mímir 50, 2005, bls. 114—119. Eitt af grundvallarrit-
um um tengsl íslenskra þulna við annan sambærilegan norrænan kveðskap er: Jón
Samsonarson, ,Jólasveinar komnir í leikinn“, Islenskt mál og almenn málfræði 1,
1979, bls. 150-174.
66