Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 69
TILBRIGÐI í BYGGINGU FÆREYSKRA SKJALDRA OG ÍSLENSKRA ÞULNA
þjóðkvæðahefðarinnar frá fyrri tíð eða endurlífgnn hennar í breyttri
mynd.'
Færeysk skjaldur eru nærtækasta samanburðarefnið við íslenskar þulur
síðari alda og samanburður á þessum tveimur greinum er því snar þáttur í
doktorsverkefni mínu við Háskóla Islands en það fjallar um þulur. Sökum
þess að textasafh skjaldra er talsvert minna en textasafn íslenskra þulna, og
þar af leiðandi auðveldara að fá yfirsýn yfir skjaldur, eru þau enn fremur
ágætur prófsteinn á margt af því er lýtur að rannsóknum á þulum.
Að þessu sinni hafði ég byggingu þulna og skjaldra undir smásjánni og
er hún aðalefni þessarar greinar.
2. Bygging þulna síðari alda
2.1 Helstu byggingareiningar þidna: heiti, atriði, minni
Byggingu þulna síðari alda má lýsa á þann hátt að þtda samanstendur af
einstökum heitum og minnum annars vegar og stærri einingum (atriðum)8
hins vegar. Með heitum er átt við bæði sémöfh (mannanöfn, viðurnefni,
nöfh á kúm og fleiri húsdýmm, bæjaheiti) og samnöfn: almenn orð um
menn og konur, tegundir húsdýra, tól og tæki o.fl. Heitin tákna því bæði
gerendur og þolendur, svo og hluti sem athafnir beinast að — eða sem
einfaldlega em taldir upp í þtdu. Með minnum er átt við stuttar lýsingar á
hvers kyns atburðum, gjörðmn o.þ.h. sem byggjast gjama á sagnorði (að
sitja undir stofuvegg/fiskihlaða, fara upp á land/lönd, koma/fara trítandi og rít-
andi o.s.frv.).9 Ymis heiti og minni hneigjast tdl að loða saman í mismtm-
andi þulutextum og mynda stærri einingar, atriði, sem em tiltölulega
stöðug og heilleg sambönd af ákveðnum heitum og/eða minnum. Atriði
loða svo saman, bæði hvert við annað og við sjálfstæð heiti og minni, og
Sjá t.d. umfjölhm í grein miirni: Yelena Yershova, „Hinn nýi „gamh“ kveðskapur.
Þululjóð 20. aldar og síðmiðaldaþulur“, Andvari 128 (nýr flokkur XLV), 2003, bls.
123-151.
s Atriði kallast oft blokkir í fyrri verkum mínum um þulur og skjaldur.
9 Dæmi um öll þessi minni eru í: Islenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þalur, IV:
Þulur og þjóðkvæði, útg. Olafúr Davíðsson, Kaupmannahöfn: Hið íslenzka bók-
mentafélag, 1898-1903, bls. 179-181. Góð nýleg umfjöllun um minni og aðrar
ffásagnareiningar er í: Heda Jason, „About ‘Motifs’, ‘Motives’, ‘Motuses’, ‘-Etic/s’,
‘-Emic/s’, and ‘Allo/s-’, and How They Fit Tbgether11, Fabula 48, heftd 1/2, 2007,
bls. 85-99. Þess ber að geta að í umfjöllun minni um byggingu þulna hef ég heiti
sér á báti vegna þess mikilvæga sess sem þau skipa í íslenskum þulum frá upphafi.
67