Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 70
YELENA SESSELJA HELGADÓTTIR
mynda þnlutexta. Heiti og minni þurfa þó ekki endilega að vera hluti af
neinu atriði og tiltekið heiti eða minni getur líka ýmist verið hluti af
ákveðnu atriði eða staðið sjálfstætt. Þannig getur það tilheyrt tilteknu
atriði í sumum þulutextum, allt öðru atriði í öðrum þulutextum og verið
sjálfstætt í enn öðrum. Sömuleiðis getur eitt og sama atriði ýntist verið
hluti af þulutexta eða -textum eða myndað þulutexta eitt sér.
Hér er dæmi um tvö stutt samtengd atriði (5+4 línur):
Hvað gjörði goðið, goðið?
Slátraði bekra síntnn.
Hvað gaf það mér af?
Lifur og lúngu
og stakk mig í túngu;
reið eg eptir því um stund,
átti eg mér strútóttan hund[;]
hljóp eg allra manna mest,
eingan átti eg hest.10
I þessu tilfelli eru atriðin mö ffamhald á þulutextanmn sem hefst Stóð eg við
stoð. Þó er ekki óalgengt að þulutexti hefjist á fjura atriðinu. Seimta atriðið
finnst í ýmsum öðrum þulutextum — t.d. þeim sem hefst Leit eg upp til
himnan og öðrum skyldum honum. Minnin um goð/goða sem slátrar
bekra/uxa, um að gefa/fá lifur og lungu o.fl. eru einmg algeng í öðrum
þulutextum.
2.2 Tilbrigði í helstu byggingareiningum þulna
Atriðin tvö í þulutextanum sem tilgreindur er í 2.1 eru að mestu sam-
hljóma í þeim uppskriftum sem notaðar voru við tilvitnaða útgáfu. Eigi að
síður er áHeðmn munur á uppskriftunum og því er orðamunm' tilfærður
neðanmáls í útgáfunni. Hann er á þessa leið:
1. lína (miðað við textann eins og hann er prentaður hér): goði eða goði,
goði gott fyrir goðið, goðið. 2. lína: bikar fyrir bekra (þulutexti þarf ekki að
vera rökréttur!). 3. lína: þér fyrir mér af. 5. lína: brendV eg mig á túngu. 8.
lína: gekk fyrir hljóp. 9. lína: hafði fyrir átti.
Flest af ofangreindum tilbrigðum er að finna inni í einingunni minni;
ýmsum þáttum minnanna (geranda, þolanda o.s.frie) er skipt út fyrir aðra
sambærilega. Það umturnar ekki minninu sem einingu eða hlutverki þess
10 Islenzkar gátur, skemtanir, vikivakar ogþulur, IV, bls. 180; stafsetning útgáfunnar.
II Sama rit, bls. 179.
68