Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Síða 71
TILBRIGÐI í BYGGINGU FÆREYSKRA SKJALDRA OG ÍSLENSKRA ÞULNA
(minnið breytist ekki xnikið þótt hetjan gangi í stað þess að hlaupa) en
skapar þölbreytni og betra flæði í þulutextum. Eitt dæmi er um það að
skipt er um minni í atriði (í 5. línu) með sömu afleiðingum.
I jafh síbreytilegum kveðskap og þulum era flestar textaeiningar út-
skiptanlegar. Það þýðir að þulutextar samanstanda af tilbrigðum af bygging-
areiningum þulna (atriðum, heitum og minnum). Nú era þulur þjóðkvæði
þar sem enginn „uppranalegur texti“ er íyrir hendi og enginn texti er
„réttari“ en annar; allir textar era góðir og gildir. Tilbrigði era því ekki
miðuð við einhvern ákveðinn „framtexta“ („framatriði“, „ffumminni“
o.s.frv.) þulunnar heldur era þau mismunandi birtingarform þulueininga
sem öfl era jafn góð og gild og þeim er því öllurn gert jafnhátt tmdir
höfði.12
2.3 Textatengsl og hlutverk þeirra í byggingu þulna
Þulur era fljótandi kveðskapur, þær era aldrei eins. Jafhvel þegar sami
flytjandinn er beðinn um að endurtaka þulutexta, sem hann hefur rétt áður
farið með, kemur hann iðulega með texta sem er nokkuð frábragðinn
þeim fyrri. Oftast mtmar aðeins fáeinum orðum, eða þá að stök lína dettur
út eða önnur, sem áður gleymdist, rifjast upp fyrir flytjanda. Stundum er
þó heilum atriðum kastað fyrir borð en önnur skjóta upp kollinum. Oþarft
er að taka fram að enn meiri munur getur verið á þulutextum ffá mismun-
andi flytjendum.
Þetta hefur meðal annars í för með sér að ein og sama þulueiningin
(minni, heiti, atriði) lendir oft í mismumandi samhengi og myndar tengsl
við margvíslegar einingamar sem standa við hlið hennar hverju sinni.
Þessi textatengsl hafa áhrif á það hvaða öðram þulueiningum umrætt atriði,
minni eða heiri tengist þegar það er notað næst.13 Þar með hafa textatengsl
áhrif á byggingu næstu þulu sem flytjandinn fer með, byggingu þulna hjá
12 Þjóðfræði eru víða talin einkennast af því að engin „móðnrgerð“ eða „upprunaleg
gerð“ er fyrir hendi og tilbrigði í þjóðfræði eru þar af leiðandi hvorki stöðug né
stigbundin („[...] folklore has no “master” form and [...] folkloric variation is neit-
her stable nor hierarchic“ [...]“ (Lauri Honko, „Thick Corpus and Organic Varia-
tion: an Introduction“, bls. 7).
1 ■' Einfalt dæmi um það er á þessa leið: Flytjandi notar — af ásemingi eða óvart —
eitthvert heitri úr einni þulu (A) í annarri þulu (B). Síðar, þegar hann fer aftur með
þulu A, gemr hæglega verið komið í hana eitthvert heiti/minni/atriði úr (nánasta)
samhengi þessa heitis í þulu B, líkt og heitið togi í samhengi sitt og dragi það inn í
þulu A. (Þessu er mun nánar lýst í grein minni: Yelena Sesselja Helgadóttir,
„íslenskar þulur og færeyskskjaldur-. Er allt sama tóbakið?“, bls. 184—185, 194—195
(skýringarmyndir).)
69