Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 73
TILBRIGÐI í BYGGINGU FÆREYSKRA SKJALDRA OG ÍSLENSKRA ÞULNA
2.4.1 íslenskar þulur vs. epísk þjóðkvæði
Líkmgin við formúlubyggingu, sem gefur okkur ákveðna innsýn í flutning
á þulum, er góð svo langt sem hún nær. Formúlukenningin er upprunalega
miðuð við epísk þjóðkvæði; júgóslavneskar hetjukviður og kviður Hómers.
Þær eru að sjálfsögðu allt annars eðlis en íslenskar þulur síðari alda. Stór
munur er á öllum sviðum: lengd kvæðanna, bragarháttum, efni og frásagn-
armáta. Tillit þarf að taka til alls þessa ef nota á formúlukenningu á þulur
síðari alda.
2.4.1.1 Lengdarmunur
Lengdarmtmur á þulum og epískum kvæðum er umtalsverður. I þulum eru
yfirleitt tugir lína, sjaldnar eitt til tvö hundruð línur, en í epískum þjóð-
kvæðum skipta þær hundruðum eða þúsundum. Lengd epískra þjóðkvæða
leiðir til þess að ekki er hægt að leggja þau á minnið og lengdin er því ein
af aðalástæðum þess að gripið er til formúlutækni við flutning þeirra.
Þulur eru ekki það langar að ógerlegt geti talist að leggja þær á minnið.
Þrátt fyrir það sýnir fjölbreytni í íslenskum þulutextum síðari alda að þulur
(og jafnvel enn stjrtri frásagnar- og upptalningarbrot) eru ekki beinlínis
lögð á minnið heldur eru þau flutt á sambærilegan hátt og lengri þjóð-
kvæði.
2.4.1.2 Bragfræðilegur þáttur
Þulur eru mjög lauslega bundið mál. Þær skiptast ekki í erindi, rím er val-
frjálst og sömuleiðis íjöldi atkvæða og risa í hverri línu. Ut frá fiutningi
— m.a. lögum sem eru notuð til að raula þulur — má álykta að þær byggi
einkum á hrynjandi sem nálgast ferskiptan takt.
Þetta er talsvert frábrugðið formi epískra kvæða sem formúlukenningin
miðast við. Þau eru ávallt tmdir ákveðnum bragarháttum sem mynda skýr
bragfræðileg skihrði frrir formúlur. Formúlur ná tdl að mynda yfir ein-
hvern áktæðinn hluta línunnar, t.d. hálfa línu, taka þátt í ríminu sé slíkt
fyrir hendi og fleira þess háttar.
Ströng skilyrði af þessu tagi eru óhugsandi í þulum. Einu bragfræðilegu
skilyrðin, sem hægt er að setja fyrir formúlu í þulum, er að textinn falh vel
inn í hrynjandina og hafi að minnsta kosti eitthvert eitt annað bragfræði-
legt einkenni til að tefla ffam. Dæmi um slík skihTði getur verið að í form-
úlunni sé rím (endarím eða innrím) eða að a.m.k. tvö orð stuðli. Fyrir Ukið
verða formúlur í þulum losaralegra fyrirbæri heldur en í epískum þjóð-
kvæðum en nothæft eigi að síður.
7i