Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 74
YELENA SESSELJA HELGADÓTTIR
2.4.1.3 Formúlur í frásögn og upptalningu
Mestu máli skiptir að þulur eru ekki frásagnarkveðskapur. Frásögn í þulum
er algeng en ekki ráðandi. Hún er því aðeins einn þáttur í byggingu þulna.
Afar sjaldgæft er að þulutexti sé ffásögn frá upphafi til enda eða hafi áþreif-
anlegan, gegnumgangandi söguþráð. Þess vegna er oft sagt að þula mimii
á ffásögn en þó sé varla heil brú í henni.
Heppilegra er því að tala um ffásagnarbrot — frekar en heillega ffásögn
— sem eitt af „byggingarefnum“ þulutexta. Þessi frásagnarbrot í þulum
samsvara oft byggingareiningunni atriði (sjá kafla 2.1). Atriði líkjast fyrir
sitt leyti þemum í epískum þjóðkvæðum (sjá kafla 2.4). Það er helst í þess-
um stuttu ffásögnum sem formúlur eru notaðar á hefðbundinn hátt og í
hefðbundnum tilgangi, en formúlur í hefðbtmdnum epískum þjóðkvæðum
þjóna þeim tilgangi að segja sögu.
Formúlur eru ekki síður algengar í upptalningarþámim í epískum
þjóðkvæðum. I upptalningaratriðum (t.d. nafnarunmn) í þulum er einnig
talsvert um formúlur. Reginmunur er þó á þessu tvennu. I epískum kveð-
skap er megintilgangurinn að segja sögu; allt er undirskipað því, m.a.
notkun á formúlum og þemum. Sagan sem slík hefur mjög ákveðna form-
gerð þar sem hvert þema og hver formúla detmr í holima þar sem ffásögn-
in gerir ráð fyrir henni. I þulum er sagan ekki aðalmarkmiðið og ffásögnin
því ekki jafnmikill drifkraffur — samhliða því að textinn er langt frá því
jafhskipulagður og í epískum kvæðum. Þulur virðist fremur hafa það
markmið að miðla almennri heimslýsingu en að segja ákveðna sögu.1, Til
að draga upp mynd af umheiminum notfærir þulan sér smndum stutt ffá-
sagnarbrot, smndum eingöngu upptalningu á nöfnum og heimm — líkt og
Guð er sagður hafa gert forðum er hann gaf öllu nafn.
Bygging þulna síðari alda er í samræmi við þetta markmið. Hún virðist
vera afraksmr einstæðrar þrótmar frá fornum íslenskum þulum. Þær sam-
anstóðu einkum af upptalningum á nöfnum goða og jöma, á heitum fyrir
menn, skip og vopn, svo og helstu umhverfisþáttum: sjónum, ám og vöm-
um, himintunglunum, hesmm og svo má lengi telja. Þessar upptalningar
hjálpuðu ekki aðeins dróttkvæðaskáldum að finna heppileg orð heldur
vom þær ýtarlegri heimslýsing en mörg önnur bókmenntaverk þess tíma
17 Það er rökrætt í: Yelena Yershova, „Heimur og hlutverk þulna“, óprentað verk
styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmartna, 2000. Eintök hjá Landsbókasafni Islands -
Háskólabókasafhi og Stofnun Ama Magnússonar í íslenskum fræðum.
72