Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Side 76
YELENA SESSELJA HELGADÓTTIR
Óvíst er hins vegar að sama megi segja um nútíma þulur þar sem hefðin
hefur tekið miklum breytingum undanfarið og ekki er fyrir hendi nægilegt
efhi til athugunar. Forkönnun á náffændum þeirra, nútíma skjaldrum,
getur hins vegar gefið okkur ákveðnar vísbendingar.
3. Byggingfereyskra skjaldra
3.1 Skjaldur vs. þulursíðari alda
Byggingu skjaldra er aðallega unnt að skoða út ffá 20. aldar heimildum.20
Fyrri heimildir, jafnvel ffá 19. öld, eru svo fáar að af þeim verða ekki
dregnar ályktanir um byggingu skjaldra á þeim tímmn heldur er aðeins
hægt að nota þær til viðbótar við heimildir frá 20. öld.
Hins vegar er hægt að varpa ljósi á byggingu skjaldra fyrr og nú út frá
samanburði við íslenskar þulur síðari alda. Eins og kemur ffam í inngangi
eiga skjaldur, þulur og romsukveðskapur Skandinattíu sér sömu rætur.
Talsverður samgangur var milli eyjanna og meginlandsins að minnsta kosti
ffam á 16. öld,21 meðal annars á sviði þjóðsagna og þjóðkvæða. Þetta sann-
ar afar ríkt net textatengsla sem enn er til staðar milli þulna, skjaldra og
skandinavísks romsukveðskapar. Segja má að þulur, skjaldur og annar
skyldur romsukveðskapur hafi hrærst í sama samnorræna potti að minnsta
kosti fram að siðaskiptum og lengur að því er þulur og skjaldur varðar því
að Islendingar og Færeyingar áttu áffam samskipti þótt tengsl við
Skandinavíu hafi rofnað. Gera má ráð fyrir hliðstæðri þrótm þulna og
skjaldra á umræddum tímum (sama gildir um romsukveðskap meginlands-
ins á meðan tengsl eyjanna við það voru sterk).
20 Hér má annars vegar nefna bóka- og/eða plötuútgáfur (Trumm trumm tralalei:
skjaldur, Birgitta Hylin hevur savnað, Tórshavn: Bókadeild Foroya Lærarafelags,
1984; I skýmingini: skjaldur og ævintýr, savnað hevur Sofía Petersen, teknað hevur
Elinborg Liitzen, 3. ektaútg. (1. útg. 1948), [Tórshavn:] Foroya lærarafelag, 1988;
Hákunarbók, Valdemar Dalsgarð greiddi til prentingar og teknaði myndirnar,
Keypmannahavn: Hitt föroyska studentafelagið í Keypmannahavn, 1961; Alfagurt
Ijóðar mín tuttga, útg. Kristian Blak et al., [Tórshavn:] Tutl, Foroya skúlabóka-
grunnur, 1995) en hins vegar hljóðupptökur og uppskriftir, einkum frá 8. áratug
20. aldar, sem langflestar eru varðveittar á Bandasavni Feroyamálsdeildar.
21 Sjá t.d. Jón Samsonarson, ,JóIasveinar komnir í leikinn", bls. 155. Einnig: Terr)?
Gunnell, „Grýla, Grýlur, “Groleks” and Skeklers: Medieval Disguise Traditions in
the North Atlantic“, Arv 51, 2001, bls. 33-54, hér bls. 38. Enn fremur: Vésteinn
Olason, The Traditional Ballads of lceland. Historical Studies, Reykjavík: Stofnun
Árna Magnússonar á íslandi, 1982, bls. 105-109.
74