Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Qupperneq 77
TILBRIGÐI í BYGGINGU FÆREYSKRA SKJALDRA OG ÍSLENSKRA ÞULNA
3.1.1 Bygging skjaldra fyrr og nú
Eg tel mig hafa áður sýnt fram á að færeysk skjaldur á 19.-20. öld séu mun
fastmótaðri kveðskapur en íslenskar þulur.22 Skjaldur eru tiltölulega stutt í
samanburði við þulur. Utanaðlærdómur — fremur en minnistækni form-
úlukveðskapar og/eða textatengsl — virðist vera meira notaður þegar þau
eiga í hlut. Hugmyndin um ákveðinn heildartexta sem eigi að vera á ein-
hvem ákveðinn veg er sterkari í skjaldrum. Textamir em fyrir vikið sjálf-
stæðari, ekki jafn tengdir hver öðrum og þulutextar em. I flutningi á
þulum era hins vegar minni og atriði virkari, þ.e.a.s. flytjendur virðast
fremur hugsa í atriðum og minnum en í heilum textum..
Af framangreindu leiðir að skjaldur em ekki fljótandi, síbreytilegur
kveðskapur í jafn ríkum mæh og þulur; bæði fjölbreytni í textunum og
tengsl milli textanna era minni.23 Þetta þarf þó ekki alltaf að hafa verið
svona — eins og samanburður við sögu þulna gefur til kynna.
Samanburður á byggingu íslenskra þulna frá 19.-20. öld annars vegar
og hins vegar íslenskra þulna frá 17. öld24 (og við Grettisfærslu ffá 14. eða
15. öld,25 einhvers konar formóður íslenskra þulna síðari alda) sýnir að á
öflum þessum tímabilum em þulur gerðar úr sams konar byggingarein-
ingum. Ekki verður heldur betur séð en að bygging þulna hafi þá þegar
grundvallast á textatengslum sem virðast vera mjög virk.
Skjaldur frá 19.-20. öld em sett saman úr sams konar byggingareining-
um og þulur síðari alda. Hægt er að ganga úr skugga um það með því að
bera saman dæmi um skjaldur sem á sér hflðstæðu í íslenskum þulum — en
það á við um bróðurpart allra færeyskra skjaldra — og viðkomandi þulu.26
22 Sjá í grein minni: Yelena Sesselja Helgadóttir, „íslenskar þulur og faereysk skjaldur:
Er allt sama tóbaldð?“.
23 Sama rit.
24 Sjá t.d. textana í: Jón Samsonarson, [Islenskarþulur], óprentað, varðveitt á Stofiiun
Ama Magnússonar í íslenskum fræðum, próförk að [bd. 1], örk 19, bls. 136-137.
Textinn á ÚTStu 6 línum á bls. 136 er ffá fyrri hluta 16. aldar en óvíst að hér sé um
þulu að ræða. Síðasti texti á bls. 137 er hins vegar ffá 18. öld. Sjá til samanburðar
texta ffá 19. öld í: Islenzkar gátur, skemtanir, vikivakar ogþulur, IVj bls. 181.
2-' Olafur Halldórsson, „Grettdsfærsla“. Grettisfersla:safn ritgerða eftir OlafHalldársson:
gefið út á sjötugsafmœli hans 18. apríl 1990. Reykjavík: Stofnun Ama Magnússonar á
Islandi, 1990, bls. 19-51, hér bls. 37-41. Textd Grettdsfærslu er mjög illlæsilegur
og samanburðurinn ekkd fullkominn af þeim sökum.
26 Sjá í grein minni: Yelena Sesselja Helgadóttdr, „Islenskar þulur og færeysk skjaldur:
Er allt sama tóbakið?" - tdl að mynda dæmi (3) og (4), (7) og (8), (14) og (15) á bls.
180, 182-183, 189.
75