Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 80
YELENA SESSELJA HELGADÓTTIR
verkeíhið, tveir eru starfsmenn á Foroyamálsdeild Fróðskaparseturs For-
oya auk þess sem rætt var við konu sem er einkum sérfróð um skjaldur og
hefur kynnt þau oftar en einu sinni í fjölmiðlum en eihi frá henni er þó
ekki með í þessari athugun.30 Af þeim 33 viðmælendum sem hér eru til
umfjöllunar voru 14 karlar og 19 konur á aldrinum 15-80 ára; meðalaldur
viðmælenda er tun 45 ár.31
Tafla 1: Fjöldi viðmœlenda eftir stöðum
Eysturoy Borðoy Suðuroy Sandoy Alls
Fjöldi viðmælenda 9 11 9 5 34
3.2.1 Dreifmgskjaldra milli „Norður-“ og „Suðureyja“
Þeir 33 viðmælendur sem hér eru til umfjöllunar fóru með rétt rúmlega
100 skjaldra-textaj2 þ.e. rétt rúmlega 3 texta á mann. Dreifmgin er þó
langt frá því jöfh. A Eysturoy og Borðoy er hlutfallið talsvert lægra en 3 en
á Suðuroy og Sandoy langt fyrir ofan það (sjá töflu 2).3-’
Tafla 2: Meðalfjöldi rkjaldra á hvem viðmœlanda
Eysturoy Borðoy Suðuroy Sandoy Meðaltal
Meðalfjöldi skjaldra á hvern viðmælanda 1,9 2,5 4,3 5,5 3,2
Skilin virðast liggja um Skopunarfjorð en þar eru einnig ein helstu mál-
lýskumörk í Færeyjum.34 A eyjunum norðan við Skopunarfjorð (Eysturoy
30 Konan heitir Vilhelmina Larsen (Dali, Sandoy) og ég er sérstaklega þakklát henni
fyrir viðtalið. Dæmi úr því viðtali eru hins vegar ekki notuð við þessa athugun þar
sem hún sjálf og skjaldar hennar eru mildl fyrirmjmd í Færeyjum og standa þrepi
hærra en „venjulegir" textar af skjaldrum. I þessari athugun er hins vegar ætlunin
að gera öllum tilbrigðum í skjaldrum jaíhhátt undir höfði.
31 Reynt var að halda kynjahlutfalli jöfinu í öllum aldurshópum; eigi að síður eru
konur í hópnum undir 50 ára aldri áberandi fleiri en eftir það jafhast hlutfallið.
32 Það er ekki alltaf auðvelt að segja hvenær er hægt að kalla það sem viðmælandi fer
með texta. Hér var gengið út ffá því að texti sé meira en tvær línur; þ.e. allt frá 2,5
línum eða jafnvel tveimur línum ásamt einhverjum viðbótarupplýsingum.
33 Vilhelmina Larsen er ekki tekin með í þessa tölffæði (og aðra sem hér fer á eftir);
annars væri talan ffá Sandi margfalt hærri.
34 Höskuldur Thráinsson [et al.], Faroese: An Overview and Reference Grammar, Tórs-
havn: Foroya Fróðskaparfelag, 2004, bls. 365.
78