Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 82
YELENA SESSELJA HELGADÓTTIR
Tafla 3: Kunnátta viðmælenda
Eysturoy Borðoy Suðuroy Sandoy Alls
ekkert skjaldur 2 5 1 1 9
eitt skjaldur 3 2 1 0 6
2 til 5 skjaldur 4 3 4 1 12
6 til 10 skjaldur 0 0 3 1 4
11 eða fleiri skjaldur 0 1 0 1 2
Loks var fjölbreytni í skjaldrum miklu meiri á eyjunum fyrir sunnan
Skopunarfjorð. Flest þau skjaldur sem aðeins komu fram þrisvar sinnum
eða sjaldnar eru frá Suðuroy og Sandoy.3;> Skýring á þessum mun felst
sennilega í tvennu. Annars vegar má rekja hami til takmarkaðra samgangna
milli eyjanna sunnan Skopunarfjarðar og aimarra helsm byggðarlaga á eyj-
unum en á einangruðum svæðurn þrífst munnleg hefð oft betur en annars
staðar og helst „hreinni“, óblandaðri. Hins vegar virðist skýringin liggja í
sterkri, aldagamalli munnlegri menningu á þessum eyjum en einmitt
þaðan, frá Sandoy og Suðuroy, koma helsm uppskriftir á færeyskum dans-
kvæðum.
3.2.2 Dreifingskjaldra og aldur viðmælenda
Það fer nokkurn veginn saman að viðmælendurnir sem kunna flest skjaldur
eru jafnframt þeir sem kunna þau lengstu — og hafa oftar en ekki sjaldgæf
tilbrigði í sínum texmm. Varla kemur nokkrum á óvart að þeir eru enn
ffemur meðal elstu viðmælendanna — þótt slíkt sé ekki gefið.
Flestir þeir sem fóru með fleiri en fimm skjaldur eru komnir jdir sex-
tugt, eða fjórir af sex;36 enginn í þeim aldursflokki er meðal þeirra sem
kunna ekkert skjaldur. Rúmur helmingur þeirra sem kunna ekkert skjaldur,
eða fimm af átta, eru undir 25 ára aldri, eða í yngsta aldursflokki. Hinir
þrír í yngsta aldursílokknum kunna eitt til fimm skjaldur en enginn fleiri
en fimm (sjá töflu 4).
35 Hér má nefna þessi skjaldur. Oman kem.ur lundin/maSur av bakka (3 dæmi), Trumm
trumm tralala (3 dæmi), Eg kom. inn/beim á kvöldi (2 dæmi), Kettan liggur ídurunum
deyð (2 dæmi), Dansa dansa deiga (2 dæmi), Rukkidakki fór sœr oman eftir á (1
dæmi).
36 Vitað er að annar viðmælandinn með óskráðan aldur sem fer með fleiri en 5 skjald-
ur er kominn yfir sextugt.
8o