Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 85
TILBRIGÐI í BYGGINGU FÆREYSKRA SKJALDRA OG ÍSLENSKRA ÞULNA
Oman kemm grýla av gorðum
við fjarati holurn...
bjalg á baki...
kemur efrir bemum
sum gráta ifestn
Bol: kona, 61 árs
Oman kemur grýla frá gorðum
við... níggju belum
kemur efrir bomunwn
Ey8: karl
Oman kemur grýhfi-á gorðum
við fjorati holum
bjolg á baki
skálm íhmdi...
Su7: kona, 70 ára
Oman kemur grýlajn] frá gorðum
við fjerati holum
sum gráta efrir kjoti í fostu
Sal: karl, 61 árs
Skjaldrið er sex línur í fyllstu gerð (t.d. hjá Bo4 og Su9). Það er einnig
til í styttri útgáfum þar sem 4. lína dettur út (Bo5, Bol), eða bæði línur 3
og 4 — þær sem lýsa því sem grýlan kemur með — detta út (Sal), eða þá
hlutar af 3. og 4. línu sameinast í einni línu (sbr. Su4: posa í hendi).43 Loks
getur að sjálfsögðu einfaldlega vantað aftan á skjaldrið (Ey8, Su7). Allar
þessar úrfellingar má skýra með gleymsku viðmælenda — eða gleymsku
þeirra sem þeir námu skjaldrið af. Aðeins einn viðmælandi, Su9, segir að
skjaldrið hafi verið lengra en 6 línur en segist því miður ekki muna hvernig
það hafi endað.
3.3.1.1 Helstu tilbrigði í skjaldrinu
Fyrir utan úrfellingamar eru helstu tilbrigði í skjaldrinu á þessa leið:
1. lína: sumir viðmælendur segja av garðum en aðrir frá gorðum. Slík
málfræðileg tdlbrigði skipta sjaldan sköpum í byggingu skjaldra. Þau geta
vakið hugrenningatengsl við önnur skjaldur hjá flytjanda eða áheyrendum;
t.d. við skjaldrið Oman kemur lundi av bakka. Slík tengsl eru þó varla (leng-
ur) virk; meðal annars vegna þess að grýhi-skjaldrið er afar formfast og
virðist vera að mestu lokað fyrir breytingum.
2. lína: flestir viðmælendm vilja hafa grýlu með 40 hölum en einn með
níu. Þessi tilbrigðategund líkist svokölluðum talnaformúlum og er tiltölu-
lega algeng bæði í þulum og skjaldrum. I öðru skjaldri, Uppi í eini eikilund
(hliðstæða íslenskrar vísu/þulubrots Uppi’ á stól stendur mín kannd), hafa
viðmælendur ýmist fýra nætur, jyra daga eða tríggjar rnetur en auk þess hef
ég einnig heyrt níggju nœtur.
3. lína: fyrir hjolg nota sumir yngra orðið posi (Bo4, Su4). Auk þess eru
minni háttar málfræðileg rilbrigði í orðinu baki(num). Hins vegar kom ril-
43 Hér kemur posi úr línunni sem er oftast nr. 3 í skjaldrinu en þar er posi (eða bjelgur)
venjulega á baki en ekki í hendi; í hendi kemur úr línunni sem er nr. 4 í fýllstu gerð
(sjá Bo4 og Su9).
83