Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 93
Bergljót S. Kristjánsdóttir
„ Viltu að ek höggvi þig langsum
eður þversum
Um Stebba stælgæ, fortíð og nútíð,
samfélag, myndir og sögur af ýmsu tagi
I
„Nei fari það nú í bullsjóðandi, grængolandi, skattskylt, hábölvandi hel-
víti. Sjáið þið bévaða veiðiþjófana?“ (Myndröð 90)1 segir ein af persónum
myndasögunnar „Stebba stælgæ“ sem birtist í Tímanum á sjöunda ára-
tug 20. aldar. Sá sem velur blótsyrðinu helvíti svona mörg ákvæðisorð er
kappinn Skarphéðinn Njálsson. Hann er síbölvandi þar sem til hans sést
í sögunni og á einum stað setur aðalsöguhetjan, Stebbi stælgæ, ofaní við
hann og segir: „Uss, Skarphéðinn! Þessi myndasaga er ætluð fyrir börn“
(Myndröð 93).
Með bölvi og ragni Skarphéðins — sem kallast allt að því kurteislega á
við níð hans í Njálu — og ofanígjöf Stebba eru slegnar tvær flugur í einu
höggi. Skopast er að samtímamenningu þar sem ,grófar‘ og ,orðljótar‘
persónur fornra bókmennta eru hylltar og þeim haldið að börnum- meðan
gerð er krafa til að nútímahöfundar og persónur þeirra séu ,prúðar‘ í orði;1
1 Hér verður einungis vísað til mynda með myndröð enda stuðst við frummyndir
þar sem þess er kostur.
2 Til vitnis um það má jafint hafa íslandssögu I efrir Jónas Jónsson frá Hriflu (t.d.
Reykjavík: Bókafélagið, 1933, bls. 36-37) — þar sem er til að mynda fjallað sér-
staklega um Skarphéðin í kaflanum „Söguöldin. Afreksmenn“ — sem og ýmts
kvæði um kappa fomra sagna sem gjama voru á námsskrá í fyrsta bekk unglinga-
skóla, svo sem „Skarphéðinn í brennunni“.
3 Hér nægir að minna á gagnrýni á Gerplu Halldórs Laxness, sjá t.d. Helgi Haralds-
son, „Gerpla Halldórs Kiljan“ Tíminn, 26. og 27. feb. 1953 en einnig má nefria
umræður um Tómas jfónsson. Metsölubók (1966) Guðbergs Bergssonar. Nasasjón af
álitri ýmissa á þeirri bók — og Astum samlyndra hjóna (1967) — má t.d. fá í Morgun-
Ritió 3/2008, bls. 91-111
91