Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 98
BERGLJÓT S. KRISTJÁNSDÓTTIR
að tekið er fram að öll vitneskja sem fæst á ferðalagi Stebba sé byggð á
þekkmgu hans sjálfs.18 Þar sem hann hefnr takmarkaðan áhuga á öðru en
samtímapoppi, rokki og sætum stelpum verðm- ,eðlilegt‘ að á ferðum hans
komi sitthvað illa heim og saman við ráðandi hugmyndir mn bókmennt-
ir, menningu og sögu — og þannig sé dregið dár að þeim ekki síður en
honum.
Stebbi — sem lesendur hafa ástæðu til að ætla að sé alinn upp við ís-
landssögu Jónasar frá Hriflu19 — gerir engan greinarmmt á mismunandi
gerðum sagna, t.d. ekki á Islandssögu, biblíusögum og Islendinga sögum.
Hann hafnar líka jafnt inni í sköpunarsögunni sem Illjónskviðu, hittir
Spartakus þræl ekki síður en Arthúr konung, fer í krossferð með Ríkharði
ljónshjarta en ránsferð með Hróa hetti, nemm' land með Ingólfi Amarsyni
og á skipti Hð ófáar persónm Islendinga sagna, svo ekki sé minnst á að
Egill á Borg sendir hann með brugg — til Gissurar jarls. Lesendm sldlja
hins vegar við hann þegar böðull fógetans í Nottingham reiðir öxina yfir
hálsi hans.
Leikur „Stebba stælgæ“ með fornar sögm leiðir hugami að sögunmn
af Astríki og samræðu þeirra við Gallastríð Caesars en umfram allt þó
að satíristunum hjá Mad og paródíum þeirra en þeir stældu hvers kyns
texta, sögur, leikrit, ljóð og söngva — svo ekki sé talað mn ,helgitexta‘
eins og Gettysburgarávarp Lincolns.20 Islenskar satírur leita þó líka á og
er þá skemmst að minnast Gerplu. Með sögu sinni sáir Birgir Bragason
að nokkru í akur sem Halldór Laxness er búinn að plægja. Líkt og Gerpla
deilir „Stebbi stælgæ“ á stríðsrekstur og vígaferli og gefrn þá strax tón-
inn með því að ferð aðalpersónunnar er liður í alheims-valdastefnu
Platankynstofnsins. Myndasagan aftignar líka kappa bókmenntasögmmar
hvern af öðrum, lýsir atburðarás úr bókmenntum og sögu á nýstárlegan
hátt og setur fram margar uppreisnargjarnar söguskýringar ekki síður en
Gerpla fyrr. En hún er auðvitað líka gagnólík skáldsögunni. Hún er ekki
2004, bls. 31-32 (t.d.). — Að sögn Ragnhildar Bragadóttur (12. ágúst 2007) sökkti
Birgir sér ungur niður í vísindaskáldsögur.
18 Um einkenni satíru sjá Bergljót S. Kristjánsdóttir, „... hvers leitar skiftíngur þinn
í rassgörn þessari ...?“, Heimur skáldsögunnar, ritstj. Ástráður Eysteinsson,
Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Islands, 2001, bls. 80-83.
19 Þeir fá upplýsingar um brot af námsefrii hans í menntaskóla og geta dregið álykt-
anir út ffá því.
20 Um paródíur bókmenntatexta í Mad hefur Maria Reidelbach t.d. fjallað í bók sinni
Completely MAD. A History of the Cotnic Book and Magazihe, Boston/Tbronto/
London: Little Brown and Company, 1991, m.a. bls. 59-67. Þær má líka skoða á
geisladiskasafninu Totally Mad, Novato: Broderbund, 1999.
96