Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 99
VILTUAÐ EK HÖGGVI ÞIG LANGSUM EÐUR ÞVERSUM?“
aðeins verk manns sem er af annarri kynslóð en Halldór Laxness og með
allt aðra reynslu; öfugt við Gerplu er hún farsakennd, á sitt undir samleik
mynda og bókstafa og birtist ekki innbundin á bók — ætluð til jólagjafa
eða sem fjárfesting.-1
Eitt af því sem markar myndasögur er hvernig þær birtast.22 Komi
þær fyrir sjónir lesenda í dagblöðum á sérstökum myndasíðum er frá-
sögn þeirra sumpart sniðinn ansi þröngur stakkur. Þannig var nauðsyn-
legt að halda „Stebba stælgæ“ innan fjögurra dálka og sjö dálksentímetra
dag hvern (nema mánudaga þegar Tíminn kom ekki út) og miða hvað-
eina — framvindu, spennu, persónulýsingar — við það. Sagan birtist oft-
ast sem röð þriggja til fimm ramma og jafnan í svarthvítu eins og venjan
var. Rammarnir eru allir dregnir með beinum línum eins og þá tíðkaðist
(meðan fólk leitast nú gjarna við að sýna að það hafi dregið línuna eigin
hendi, óstutt). Framan af eru þeir nær einvörðungu misstórir ferhyrning-
ar; reglufesta hins þrönga venjubundna forms með öðrum orðum ríkjandi.
En þegar fram í sækir kemur oftar fyrir að rammarnir hafi aðra lögun
og/eða séu brotnir upp í smærri einingar sem henta betur mynd og texta
hverju sinni. Stundum er rennan milli rammanna líka nýtt til að vinna
gegn skorðunum sem þeir setja og myndefni sett í hana enda gagnast hún
vel til að tengja nánar myndir í sömu myndröð, sýna hreyfingu, skýra
ákveðin atriði og auka húmorinn í sögunni.
Dálkarnir fjórir, sentímetrarnir sjö og sjálf myndröðin hamla að sínu
leyti málgleði sögumanns og persóna ekki síður en öðru. Stundum er text-
inn þó ansi mikill. Ymsar tilkynningar sögumanns og athugasemdir eru
gjarna felldar í sérstaka umgjörð innan hvers myndramma en ekki sjálf frá-
sögn hans. Orð persónanna eru felld í tal,kassa‘með tilheyrandi hala sem
vísar á hver talar en hugsanir þeirra gjarna í sporöskjulaga laufótta bólu
með hala gerðum úr smábólum.23 Miðað við fjölda kassanna og bólanna
er form þeirra furðu sjaldan nýtt til að vinna gegn takmörkunum sem dag-
21 Hér má minna á auglýsingu Helgafells í Morgunblaðinu 1. des. 1957 á verkum
Halldórs. Yfirskriftin er „Dýrar bækur verða líka að vera verðmætar" og á eftir eru
meðal annars auglýstar bækur skáldsins skrautbundnar í geitaskinn.
22 Pascal Lefevre vekur athygli á þessu í grein sinni „The Importance of Being
‘Published’.“ Ccmtics and Culture. Kaupmannahöfn: Museum Tusculanum Press,
2000, bls. 91-105. Hér er til hans sótt þegar rætt er um birtingarformið.
23 Talkassamir geta reyndar haft ýmsa lögun ekki síst þegar þeir em mjög margir í
myndrammanum en era þó oftast dregnir beinum línum. Mismunandi tilsvör
einnar og sömu persónu eru líka oft felld í samtengda kassa er koma hver niður af
öðram.
97