Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 104
BERGLJÓT S. KRISTJÁNSDÓTTIR
flautar í hálfleik en sögumaður, sem á það til að vera fyrirferðarmikill,
tekur til við að skýra fyrir lesendum upplausnarástandið sem skapast og
ítrekað er með þ\u að myndirnar eru nú aðeins tvær og önnur ákaflega
löng.
Eins og sjá má lætur sögumaður sér ekki nægja að segja á sinn írómska
hátt að Stebbi breyti íjölsktdduskemmtun í tvist og rokk heldur útskýrir
hann innan sviga að skemmtunin sé fólgin í slátrun á kristnum mömrum.
Aðferðin er hins vegar allt önnur í rammanmn með Neró. Keisarinn rejmir
að þykjast hafa stjórn á ástandinu en er afhjúpaður með þrú hvernig tónlistin
markar andlit hans og með barnamálinu sem vimar um ótta hans; hnykkt er
enn frekar á geðshræringu hans þegar hann sakar Stebba í ffamhaldinu um
að stuðla að hnignun Rómaveldis.
Mynstrið í andlitinu á Neró, sem er hið sama og í stöfúnum sem tákna
svanasöng Stebba, sýnir hversu kraftmikill söngurinn er en bendir lesend-
um um leið á — með hjálp barnslegrar upphrópunarimiar — að timngur
fylgir ekki aðeins hljómi heldur líka ótta. Með samspili mynsturs og máls
tekst með öðrum orðum bæði að sýna kenndir Nerós og hversu mjög hann
piprar.
Víða í Stebba stælgæ eru kenndir persóna tjáðar myndrænt. Og þá
er ekki annað að sjá en svokallaðar hugarlíkingar sem ýmsir hugffæð-
ingar telja að menn felli reynslu sína og skynjun í, líkingar eins og ,ótti
er kuldi', ,losti er æði‘ eða ,reiði er hiti‘ komi fram í teikningunum.
Þannig er öskureið persóna t.d.
,sótsvört‘ í framan — væri sagan í
lit er eins víst að andlitið væri ,eld-
rautt‘.27
En mismunandi aldursskeið eru
líka notuð til að draga ffam dlfinn-
ingar persóna. Það á ekki síst við
um Stebba sjálfan enda hentugt að
vinna með þá staðreynd að hann
er unglingur, hvorki barn né full-
orðinn og þó hvorttveggja í senn.
Þegar hann verður hræddur er
hann oftar en einu sinni teiknaður
27 Hér er tekið mið af Charles Forceviile, „Visual representations of the idealized
cognitive model of anger in the Asterix album La Zizanie“, Joumal ofPragmatics
37: 69-88, 2005.
102