Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Síða 105
„VILTUAÐ EKHÖGGVIÞIG LANGSUM EÐUR ÞVERSUM?"
sem bam en þegar hann verður ástfanginn fær hann hins vegar stundum
svip af Tommy Steele eins og hér.
IV
Sem sjálfhverf saga veltir „Stebbi stælgæ“ sífellt upp tengslum fortáðar
og nútíðar, veruleika og heims myndasögunnar — og vekur þá ekki síst
athygli á að fleira er hugsmíð og tilbúningur manna en skáldskapurinn
einn. Stundum em það stakir hlutir í myndunum sem koma tengslunum
á, eins og dós með SS-sviðum við fætur Adams í Paradís; stundum em það
sögumaður eða persónumar.
Sögumaður talar hvað efdr annað beint til lesenda og skopast þá bæði
að hugmyndum um hlutverk þeima og að einkennum frásagna, ekki síst
framhaldssagna; hann segir t.d. þegar Stebbi lendir í ofsaveðri með Ingólfi
Amarsyni á Atlantshafi: „Verða þetta endalok fullhugans Stebba? (upplýs.
í síma 18300, ef þið getið ekki þolað óvissuna)“ (Myndröð 77). Hann færir
sér líka í nyt að sagan var afar vinsæl, víkur að lesendafjölda hennar og
stríðir um leið þeim sem amast við myndasögum. Þegar sagan hefur geng-
ið í fáeina mánuði segir hann, t.d. „Þar eð lesendum Stebba hefur fjölgað
um helming (og era nú átta talsins) skal nú rakið það sem á undan er
komið,“ (Myndröð 69) en nokkrum mánuðum seinna birtast svofelld orð:
„Vel á minnst. ég óska báðum lesendum mínum gleðilegra jóla“ (Myndröð
167). Endrum og sinnum birtast líka tilkynningar í sögunni, undirritaðar
BB sem útleggja má svo, að skaparinn sjálfur sviðsetji sig í sköpunarverk-
inu — svo ekki sé talað um að Stebbi kveðst vera „Birgiss[on]“, eins og sjá
má á myndinni hér næst á undan (bls. 96).
Samtöl persónanna vekja stundum beinlínis athygh á hvað menn geta
leyft sér, annars vegar í skáldaðri frásögn og hins vegar í mynd. Þegar Hrói
höttur fær Stebba til að fara með sér upp þverhníptan kastalavegg á fund
Marion, ætlar hann að nota sérstaka aðferð sem hann skýrir svo: „Sko fyrst
kliffar þú upp á öxlina á mér, síðan ég upp á öxlina á þér,28 og svo koll af
kolli.“ Aumingja Stebbi svarar með tveimur orðum: „En þyngdarlögmál-
ið? —“ Hrói sem kominn er upp á axlimar á honum í næstu mynd, svarar
um hæl „Skítt veri með það, það er ekki búið að finna það upp ennþá“.
Þegar Stebbi er búinn að bögglast í þriðju myndinni upp á bakið á Hróa
kemur hann með sérstaka athugasemd um að lögmál skáldskaparins séu
kannsld það sem verði þeim til bjargar.
-s I textanum sem birtist í Tímanum stendur „mér“ en það hefur höfundur leiðrétt á
frummyndinni.
103