Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 107
VILTUAÐ EK HOGGVI ÞIG LANGSUM EÐUR ÞVERSUM?
ursskarð líkt og Kirk. Þeir Stebbi og
Spartakus skiptast á orðum og orða-
skiptin magna upp satíruna á fleiri
stdðum en einu, með vísun í Stein
Steinarr og skírskotun til aðstæðna
svertingja í Ameríku (Myndröð 55).
Það mætti nota sem dærni í kennslu-
bók um áhrif texta hvað orð Steins
Steinars breyta um svip í mynda-
sögunni: Hanginn, þræll í líki sam-
tímakxdkmyndastjörnu, er sjálfur
spurður um afstöðu sína til kross-
festingarinnar, þéraður í ofanálag,
um leið og sagnimar „Skyldi ... leiðast“ þoka fyrir sögninni „finnst“ sem
grátbroslegt lýsingarorðið „hálfleiðinlegt“ fylgir. Staða uppreisnarmanna
fyrr og síðar og afstaðan til þeirra er loks kímilega ítrekuð þegar við er
bætt htla samanburðarliðnum „sem þræll“.
En Spartakus í mynd Burtons vísar ekki bara aftur til Steins heldur
,kallast á við‘ verk — ef svo má að orði komast — sem líta löngu seinna
dagsins ljós; árið 1990 mátaði t.d. sögumaður Péturs Gunnarssonar í
Hversdagshöllinni ýmsa af sínum nánustu listilega við þekkta kvikmynda-
leikara. I báðum sögunum er sýnt hvernig fortíðin er endurgerð með hlið-
sjón af samtímareynslu og hvemig leikarar í heimum kvikmynda, og hlut-
verkin sem þeir leika, verða viðmið persóna í öðrum heimum. Leikstjórinn
Peter Bogdanovich mun hafa sagt:
[...] áhrifin sem kvikmyndir hafa haft á hverja kynslóð síðan
1910 era undraverð. Þær hafa sagt okkur hvað við ættum að
hugsa, hvemig við ættum að klæðast, hvað við ættum að segja
og gera, hvemig við ættum að gráta, hreyfa okkur, detta eftir að
hafa orðið fyrir byssuskoti, látast drnkkin, draga upp byssu, falla
í yfirlið, kyssa [þýðing mín]c 0
Hér skiptir htlu þó að kvikmyndir hafi tekið að hafa almenn áhrif heldur
seinna á íslandi en sums staðar annars staðar á Vesmrlöndum. Lykilatriði
30 Hér eftir: Maria Reidelbach, Completely MAD. A History of the Comic Book and
Magazine, Boston/Toronto/London: Little Brown and Company, 1991, bls. 70.
Eg leitaði að frumtextanum en hafði ekki upp á honum; á netinu er hins vegar
vitnað til þessara orða án tilvísunar.
io5