Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 109
VILTUAÐ EK HÖGGVI ÞIG LANGSUM EÐUR ÞVERSUM?“
Háðið getur orðið ansi napurt í myndrænu útfærslunum. Þegar sagt er
ffá aðför að Gissuri Þorvaldssyni sést hann t.d. sjálfur ofurölvi marka mann
þannig að sá lítur út sem púsluspil um það bil sem hann fellur (Myndröð
119). Einn manna Gissurar er aftur á móti höggvinn langsum (Myndröð
116):
Eins og sjá má er hrottalegt skopið í teikningunum ítrekað með ýmis
konar textum innan myndrammans, t.d. dýru vístuuú efst til hægri í mynd-
fletinum — sem lesendur læra kannski, til að sanna að atburðimir hafi
gerst! Andlátsorðin neðst til vinstri í myndinni „Þetta hafa þeir lært í
kanasjónvarpinu“ beina huga lesenda að Sturlungu og lýsingum hennar
á vopnaHðskiptum og blóðsúthellingum -— og vekja um leið grallaralega
athygli á þversögnum í afstöðu manna til ýmiss konar menningar á 7.
áratug 20. aldar. Talkassinn sem klofnar í tvennt ásamt orðinu, sem hann
lykur um, er lymskulega gerður. Ekki aðeins af því að hann sækir beinlínis
til Islendinga sagna eins og Laxdælu er lýsir vígi Þorgils Höllusonar svo:
„[...] og í því er Þorgils nefhdi tíu þá hjó Auðgísl til hans og allir þóttust
hewa að höfuðið nefndi eHefu er fauk af hálsinum.“31 Brota- eða oddóttu
línumar sem dregnar era hægra megin við „væ-“ og vinstra megin við
„-gð!“ ril að tákna klofiuing kassans, kunna í krafd samhengisins — jahit
myndarinnar sem hins sundurhöggna orðs — að öðlast hljóðgildi í hugum
lesenda, hljóðgHdi sem fær vísast bæði ámátlegan gráttóninn úr ,væ-inu‘
og brakið úr eigin formi og búknum sem fellur í tvenntd2
31 Laxdæla saga, Sígildar sögur 3, Aðalsteinn Eyþórsson og Bergljót S. Knstjánsdóttir
önnuðust útgáfuna, Reykjavík: Mál og menning, 1993, bls. 163. — Hér hefði allt
eins má nefha Brennu-Njáls sögu, Islendinga sögur og þattir, ritstj. Bragi Hall-
dórsson o.flL, Reykjavík: Svart á hvítu, 1987, bls. 344.
51 Um hljóðgildi í talkössum sjá Catherine Khordoc, „The Comic Book’s Soundtrack.