Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 115
Ulfhildur Dagsdóttir
Ævintýrið gengnr laust
Atök og endurheimt
Mjallhvít er dálítið lúin. Hún er fuUtrúi borgarstjóra Ævintýrabæjar og
í því hlutverki þarf hún eiginlega að sjá um allt því King Cole, hinn eig-
inlegi borgarstjóri, vill helst hafa það sem náðugast.1 Hún þarf að takast á
við hjónabandserfiðleika Fríðu og Dýrsins. Af því að þau eru blönk reið-
ist Fríða stundum Dýrinu með þeim afleiðingum að það breytist á ný úr
myndarlegum aðalsmanni í Dýr. Og það er ekki hægt að láta Dýrið ganga
laust í Ævintýrabæ því hann er í ratm bara hverfi í New York borg og ef
veruleild ævintýrsins uppgötvast er allt samfélagið í hættu. En Dýrið er ekki
eini karlmaðurinn sem veldur Mjallhvítd vandræðum því Draumaprinsinn
er fluttur í bæinn aftur. Þau eru löngu skilin en sjálfsálit hans er slíkt að
honum finnst eðhlegt að fyrrverandi eiginkonur hans, Mjallhvít, Þymirós
og Oskubuska, sjái um hann. Sjálfúr á haxm ekkert en Hfir á sínum ósigr-
andi sjarma — það er að segja á konum sem hann heillar. I ofanálag er lög-
reglustjórinn, Úlfúrinn grimmi, ástfanginn af Mjallhvíti en hún vill sem
minnst með hann hafa enda á hann að baki allskraudega sögu þó honum
hafi verið veitt syndaaflausn; grísirnir þrír eru ekkert sérstaklega hrifnir af
honum samt.
Mjallhvít, Úlfnrinn, Draumaprinsinn, Fríða og Dýrið eru öll aðal-
persónur myndasöguseríunnar Fables (Ævintýri) efdr Bill Willingham og
Mark Buckingham.2 Titillinn vísar auðvitað til ævintýranna sjálffa, sem
1 King Cole mun vera keltneskur konungur sem er aðallega þekktur úr vögguvísu
en einnig öðrum frásögnum. Samkvæmt vísunni var hann alltaf glaður og vildi
hafa músík og stuð í kringum sig, sjá „King Cole“ á Wikipedia, http://en.wikipe-
dia.org/wiki/01d_King_Cole, skoðað 16.11.08.
: Bucldngham teiknar seríuna aðallega þó ýmsir aðrir teiknarar hafi komið við sögu
í bókunum. Ekld má heldur gleyma mikilvægu hlutverki blekara (sem fer ofaní
blýantsteikningar með blekpenna), skyggjara (sem skyggir teikningamar, en þetta
n3
Ritið 3/2008, bls. 113-131