Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Síða 116
ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR
eru uppistaðan í sögunni, mjmdasögunnar sem nýrrar útgáfu af ævintýr-
um (fables má þýða sem uppspuna og það að spinna upp sögur) og loks til
persónanna sem innan sögunnar eru kallaðarýi'i/ej', ævintýri. Þatutig verða
ævintýrið og ætúntýrapersónan eitt og þannig gemr persónan ferðast milli
heima ætdntýrsins og „veruleikans“.
Fables er nýjasta dæmið af fjölmörgum um það hvernig ævintýrið
lifir góðu lífi í myndasögunni. Sömuleiðis er serían sérlega áhugaverð
í Ijósi þeirrar endundnnslu á ævintýrinu sem finna má í m)tndasögum.
Tjáningarmáti mjmdasögunnar felst í samspili orða og mjmda og er
afskaplega henmgur farvegur fýrir nýja sýn á ævintýrin — bókstaflega að
því hvað varðar myndræna útfærslu en einnig vegna þess að formið býður
uppá ýmiskonar leiki með æmntýralega atburði og persónur. Mtmdasagan
sem form hefur löngum brotið gegn (stigtældisbundinni) skiptingu lesenda
eftdr aldri en eitt af því sem gerir endurheimt myndasögunnar á ævintýrinu
áhugaverða er að í myndasögunni má finna ævintýri fyrir fullorðna ekki
síður en börn. Fables er til dæmis ævintýri aðallega ætlað fullorðnum en
aðrar sögur eins og af hálfdjöflinum Hellboy höfða jafnt til yngri sem eldri
lesenda. Þau nánu tengsl sem myndast hafa milli ætdntýra og mymdasagna
gera það að verkum að það er óyfirstíganlegt að rekja öll þau ólíku dænú
um endurheimt ævintýrisins sem finna má á veisluborði myndasögunnar.
I staðinn verður farin sú leið hér að skoða nánar tvær sögur, Fables og
Hellboy, í því skyni að gefa örlitla innsýn í víðóma heima myndasögu-
ævintýra og myndasögunnar sem ævintýrs.
Ævintýri í myndasöguborg
Ævintýrið hentar eins og áður segir sérlega vel í myndasögu enda eru
mörg þekktustu fyrirbrigði myndasögunnar nátengd því, eins og Mikki
Mús og Andrés Ond (sem eru einskonar ævintýrastef ef \dð miðmn \dð
að talandi dýr séu eitt einkenni ævintýra) og aðrar sögur úr verksmiðju
tvennt, að bleka og skyggja, fer oft saman), litara (sem litar myndirnar) og skrifara
(sem handskrifar leuið í talblöðmmar), ritstjóra og annarra sem koma að mynda-
sögtmni. Það er mikilvægt að hafa í huga að myndasögur sem gefhar em út af stóm
fyrirtækjunum em iðulega samstarfsverkefni sem margir koma að þrátt f)TÍr að
einn aðih sé tidaður aðalhöfundur eða skapari (a'eatoi•), sem vísar þá fyrst og
fremst í grunnhugmyndina sem síðan er útfærð í sameiningu. Sjá til dæmis urn
greiningu á slíku samstarfi Stanford W. Carpenter, „Tmth Be Told: Authorship
and the Creation of Black Captain America" í Comics as Philosophy, ritstj. Jeff
McLaughlin, Jackson, University Press ofMississippi 2005, bls. 46-62.