Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Qupperneq 117
ÆVINTYRIÐ GENGUR LAUST
Disney vitna um.3 Fyndin (og talandi) dýr hafa verið fylgifiskur mynda-
sögunnar frá upphafi4 — og nú er nýbúið að endurútgefa í lit geysivinsæla
ævintýraseríu, Bone eftir Jeff Smith (1991-2004), en sú saga er enn eitt
dæmið um hvemig myndasagan sniðgengur aldur lesenda sinna. Bone er
lesin jafiit af yngri sem eldri lesendum og hentar öllum aldurshópum. Sá
goðsagnaheimur sem Neil Gaiman byggir upp í sögum sínum um konung
draumanna, Sandman, er þó nokkuð ævintýralegur en serían kom fram
seint á níunda áratugnum og nýtur enn gífurlegra vinsælda, aðallega meðal
eldri lesenda.5 Og það er ekki bara í vestrænum myndasögum sem ævin-
týrið blómstrar, japanskar myndasögur, manga, eru uppfullar af ævintýrum
með tilvísunum bæði til japanskra goðsagna og þjóðsagna, auk tilbrigða
við vestrænar sögur. Japanskar sögur eru, líkt og Bone, lesnar af öllum ald-
urshópum, þó vissulega séu sumar sagnanna miðaðar við tiltekinn aldur.
Fyrir utan þekktar bandarískar seríur eins og Bone og Sandman6 hafa
myndasöguhöfundar spreytt sig á því að færa klassísk ævintýri í mynda-
3 Helfarar-myndasaga Arts Spiegelmans, Maas (1986-1991), er frægt dæmi um
hvemig þessi „hefð“ talandi dýra var notuð á róttækan og „öfugsnúinn“ hátt. Sjá
greinar Ulfhildar Dagsdóttur um Maics í (Gisp!): Nían, myndasögnmessa, ritstj.
Bjami Hinriksson og Ulfhildur Dagsdóttir, Reykjavík, Listasafn Reykjavíkur
2005, bls. 98-105 og í Lesbók Morgunblaðsins, „Af músum og mönnum: Maus: A
Survivor’s Tale“, 25. júm' 2005. Sjá einnig grein Franks L. Cioffi, „Disturbing
Comics: The Disjunction of Word and Image in the Comics of Andrzej Mleczko,
Ben Katchor, R. Crumb, and Art Spiegelman“, í The Language of Comics, ritstj.
Robin Wamum og Christina T. Gibbons, Jackson, University Press of Mississippi
2001, bls. 97-122; þar ræðir hann mótsagnir sem skapast í myndasögunni vegna
þess að Spiegelman teiknar gyðinga sem mýs og Þjóðverja sem ketti. Þar sem það
er löng hefð fyrir því að líta á talandi dýr í myndasögum sem eitthvað sætt eða
krúttlegt skapast spenna á milli þessara sætu htlu dýra og viðfangsefrús sögunnar,
sem lýsir útrýmingu, ofeóknum og dauða. Slíkar mótsagnir milh mynda og texta
em þó ekki endilega til staðar í Fables en þar er lögð meiri áhersla á að fella mynd-
máhð að sögunni en að skapa mótsagnir milli orða og mynda.
4 Hér er upphaf myndasögunnar miðað við aldamótin 1900 þegar hún tók að mótast
í það form sem hún hefur í dag.
3 Líkt og algengt er með vinsælar myndasögur spunnust aðrar sögur út frá Sandman-
seríunni en sögusvið hennar varð að sjálfstæðum „heimi“. Bill Willingham skrifaði
meðal annars sögur inn í þennan heim. Það er þó ekki eina ævintýralega sviðið
sem þessi flinki höfundur hefur fengist við; hann á einnig á ferilskránni alveg
dásamlegar sögur sem kaha mætti klám-ævintýri eða jafrivel ævintýra-klám, þó í
ljósblárra lagi sé, og nefnast Ironivood (1991-1992). Það má enn merkja þessa flottu
tUfinningu munúðar í Fables, sérstaklega í sambandi Mjallhvítar og Ulfsins.
6 Reyndar er höfundur Sandman, Neil Gaiman, Breti og sumir listamannanna sem
koma að serítmni einnig. En þar sem hún er gefin út undir merkjum amerísks
útgefanda telst hún hér bandarísk.
1 :5