Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 118
ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR
söguform. Sem dæmi má nefha safhririð The Big Book of Grivtm (1999),
sem skartar úlfinum, Rauðhettu og blóðgusu á forsíðu, auk tilvísunar um
að hér sé að finna „ekta“ ævintýri. Það er ekki ólíklegt að hér sé verið
að vísa til þess sem margir álíta vera útþtmntar Disney-útgáfur ævintýra
en samt eru nokkrar sagnanna í greinilegum Disney-teiknistíl. Það er þó
undantekning ffemur en regla og bókin er sérlega gott dærni mn hvernig
ævintýrið, hin ofurkunnuglega frásögn, öðlast nýtt líf í hverri nýrri fi'á-
sögn og enn frekar í nýju formi. Það er auðvitað löng hefð íyrir því að
myndskreyta ævintýri og hafa slíkar myndlýsingar orðið mörgu barninu
(og fullorðnum) afar minnisstæðar; engu að síður er munur á þegar öll
sagan er færð í myndrænan búning með tilheyrandi fjölbrejnni í framsetn-
ingu ólíkra myndhöfunda.7 Það má á vissan hátt sjá Fables sem framhald
af þessari hugmynd nema hvað hér eru ævintýrin ofin í einn samfelldan
myndheim. Undanfarinn áratug eða svo hefur enn ein myndasöguserían
sem nýtir sér meðal annars ævintýraheima notið vaxandi vinsælda; það er
Hellboy eftir Mike Mignola, sagan um hálfmennskan son djöfuls sem berst
við illskeyttar ævintýra- og goðsagnaverur.
Ævintýrið hentar líka myndasögunni sérlega vel vegna þess að mynda-
sagan rúmar að mörgu leyti meiri fantasíu en kvikmyndin og skáldsagan.
Með því að fella saman myndir og orð í eitt form, sem samt þarf ekki að
lúta raunsæiskröfu kt'ikmyndarinnar, er hægt að gera svo margt sem væri
erfiðara að koma til skila í kvikmynd — og reyndar einnig í teiknimynd.
Dæmi um þetta má greinilega sjá í Fables og vinnu þeirra félaga með
form síðunnar, ramma og önnur myndræn stef sem engan veginn myndu
virka í hreyfimyndaformi. Sú vinna sem teiknarar eins og Buckingham og
Mignola leggja í smáatriði krefst þess að lesandi geti dvalið við einstök
atriði og flett reglulega fram og til baka í sögunni til að rifja upp, bera
saman sögusvið og leita uppi látlausar sjónrænar vísbendingar sem síðar
meir verða að mikilvægum söguþáttum.8
7 Því miður er ekki hægt að gleðjast yfir öllum myndasöguútgáfum af ævintýrum,
t.d. seríunni Grimm Faiiy Tales sem hóf göngu sína árið 2005 og er greinilega
ædað að fylg)3 eför vinsældum Fables. Hér er um að ræða hrollvekjuútgáfu með
erótískum undirtónum en eins heillandi og sú samsetning hljómar er afraksturinn
afar slakur.
8 Þó stafræn tækni geri það vissulega auðveldara í dag að „frysta“ staka ramrna og
fletta fram og ul baka í kvikmyndum er tilfinningin einfaldlega ekki sú sama.
Kvikm^mdin rennur þrátt fyrir allt framhjá á sínum eigin hraða meðan nymdasag-
an fylgir hraða lesandans þolinmóð eftir. Scott McCIoud bendir á að eitt af því
sem gerir lestur á myndasögu að sérstæðri upplifun, ólíkri þeirri sem finna má í
hreyfimyndum, sé að í myndasögunni er lesandi staddur á mörgum stöðum og