Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Side 120
ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR
hans illu samstarfsaðila — eru miskunnarlaust felldir nema þeim takist að
flýja. Tvær ungar stúlkur, Mjallhvít og Rósrauð, era á flótta undan herjimr
Jakobs þegar þær koma að brunnum kofa. Þar imii er ofn og inni í honmn
finna þær mannveru, nær dauða en h'fi. Þær eru jafn ljúfar og ævintýri
þeirra gefur til kynna og því hlúa þær að gömlu norninni, gefa henni að
borða og taka hana svo með sér á flóttanum — þrátt fýrir að hún sé „ill“
þá er henni ekki vært því eins og áður segir er Hans einn af fýigismönnum
Jakobs. Asamt fjölda af ævintýraverum flýja þær systur inn í mannheima
og í krafd galdra nornarinnar og annarra töffa tekst þessum persónum og
veram að stofna nýtt samfélag innan „veruleikans“ og halda tilvist sinni
þar leyndri. En tilvist þeirra er háð stöðugu umsátri óvinarins auk þess sem
heimþráin hrjáir ævintýrin.
Myndasöguserían Fables er gefin út undir merkjum útgáfurisans DC,
en árið 1993 var stofnað þar tdl sérlínu með verkum sem voru ætluð eldri
lesendum, Vertigo. Verkefnið var vel heppnað og fýrir atbeina Vertigo
hafa fjölmargar „klassískar“ myndasögur, bæði stakar bækur og seríur, náð
vinsældum og athygli (Sandman, Preacher, Vfor Vendetta). Línan hefur því
náð því markmiði sínu að skírskota til eldri lesenda og auka veg og virð-
ingu myndasögunnar með vönduðum verkum. Nú síðustu árin er það
Fables sem hefur slegið í gegn enda um sérlega vel heppnað verk að ræða.
Fyrsta bókin, Legends in Exile, kom út árið 2002 og ellefta bókin, War and
Pieces, árið 2008; þrátt fýrir að þar segi frá miklum styrjöldum sem binda
enda á hina aldalöngu baráttu milli ævintýranna fer þra fjarri að sagan sé
þar með öll.
Þegar ég tala um að myndasögur fýrir fullorðna auki veg og virðingu
myndasögunnar er ég ekki að gera lítið úr barnamenningu. Myndasögur
fýrir börn era frábært fýrirbæri og hafa glatt margan ungann og auk þess
menntað börn og unglinga í myndlæsi og margháttuðu samspili orða og
mynda. Hinsvegar sýnir saga myndasögunnar að það viðhorf sem mót-
ast snemma á tuttugustu öld, að myndasögur séu fýrst og fremst — ef
ekki eingöngu — barnaefni, hefur orðið þessu formi margvíslegur þötur
um fót.* 11 Myndasagan hefur ítrekað orðið fýrir barðinu á ritskoðunar-
gekk það ekki lengur efrir 7. bindið, Arabian Nights (and Days), en þar hefjast
samningaviðræður um „vamar“-bandalag milli vestrænna og austrænna ævintýra
gegn innrás herja Jakobs, sem er farinn að renna löngunaraugum til lenda aust-
rænna ævintýraheima.
11 Sjá til dæmis Amy Kiste Nyberg, „Poisoning Children’s Culture: Comics and
Their Critics", í Scomed Literature: Essays on Histoiy and Criticism of PopularMass-
Produced fiction, ritstj. Lydia Cushman Schurman og Deirdre Johnson, Westport,