Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Qupperneq 121
ÆVINTYRIÐ GENGUR LAUST
herferðum, byggðum á þessum (mis)skilnmgi, auk þess sem höfundar sem
hafa notað formið til að segja sögur fyrir fullorðna (eða bara fólk á öllum
aldri) hafa átt erfitt uppdráttar. Astæða þess er einkum sú lága menningar-
lega staða (eða sá skortur á menningarauði12) sem bamaefhi hefur og þar
með myndasögur. Og margfaldast þar reyndar, því myndasagan hefur
ekki aðeins veika menningarlega stöðu sem bamaefhi, heldur hefur hún
löngum þótt vera fremur klént dæmi um slíkt.11 Hér gefst ekki tóm til að
ræða sögu myndasögunnar nánar og baráttu hennar fyrir því að öðlast við-
urkenningu en þó er mikilvægt að hafa þessi atriði í huga í þeirri umfjöllun
sem hér fer á eftir.
Fables er sérlega gott dæmi um það hvemig myndasagan vísar til sögu
sinnar og róta sem bamaefhi, vinnnr með þær og skapar sögur sem, þrátt
fyrir að vera aðallega ætlaðar eldri lesendum, henta einnig yngri lesend-
um — þó tæplega ungum bömum. Það er í eðh myndasögunnar að höfða
til breiðs lesendahóps og mörg þekktustu verk formsins í dag höfða til
lesenda á öllum aldri: Ástríkur, Tinni, Andrés Ond, Batman, X-Men, Astro
Boy og Hellboy em allt dærni um sögur sem em lesnar af breiðum ald-
urshópi. Flest þessara verka vom upphaflega ætlaðar bömum, en urðu
fljótlega vinsæl meðal eldri lesenda. Myndasögulestri hefhr þó sjaldnast
fylgt mikil félagsleg virðing og því fer lestur fullorðinna ekki alltaf hátt,
myndasögulesendur era almennt áhtnir hálf-skrýtnir, jafhvel varhugaverð-
ir — eða bamalegir.14 Þessi hugmynd um bamalega myndasöguaðdáend-
Connecdcut, Greenwood Press 2002, 162-186, og Bradford W. Wright, „Tales
From the American Crypt: EC and the Culture of Cold War, 1950-1954“, í Inside
the World of Comic Books, ritstj. Jeffery Klaehn, Montreaf, Black Rose Books 2007,
bls. 3-24.
12 Sbr. Pierre Bourdieu og kenningar hans um stigveldisskipaða menningu og svo-
kallaðan menningarauð þeirra sem hafa „réttan“ „smekk“, sjá Pierre Bourdieu,
AlmeTiningsdlitið er ekki til, ritstj. Davíð Kristinsson, Reykjavík, Omdúrman og
ReykjavíkurAkademían 2007.
13 Sjá aftur Nyberg og reyndar flest þeirra rita sem fjalla um myndasögur. Þetta nei-
kvæða viðhorf kemur þó mögulega hvað skýrast ffam í bókum sem leggja það á sig
að benda á að myndasögur séu, efdr alltsaman, ekki alslæmar, sjá tíl dæmis bókina
Cartoons and Comics in the Classroom: A Reference for Teachers and Librarians, ritstj.
James L. Thomas, Litdeton, Colorado, Libraries Unlimited 1983, en þar leggja
greinarhöfúndar heilmikið á sig við að benda á að það sé nú barasta ýmislegt ágætt
við myndasöguna þrátt fyrir illt umtal!
14 Þetta á kannski sérstaklega við í Bandaríkjunum, Bredandi og löndum eins og
Islandi sem eru undir miklum áhrifum frá bandarískri menningu. Annarsstaðar í
Evrópu hefur myndasagan notið mtm meiri virðingar, bæði sem bama- og fullorð-
insefni, og sömu sögu er að segja um Japan og fleiri Asíulönd. Til að sýna fram á