Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Side 122
ULFHILDUR DAGSDOTTIR
ur, fasta í einhverjum ævinu'raheimi, er einmitt það sem Willingham og
Buckingham nýta sér í sögu sinni.
Fables er útgáfa af helstu æ\int\Tum heims, með áherslu á Vesturlönd.15
Ekki er þó aðeins um þjóðsagnaarf að ræða, heldur einnig skálduð ævintýri
(H.C. Andersen og Kipling eiga þarna nokkra fulltrúa), auk þess sem vísað
er til allskonar annars skáldskapar, til dæmis heima Tolkiens og Dýrabæjar
Georges Onvells.16 Hér hafa ævintýrin orðið fullorðin ef si o má segja; í
Fables er íjallað um stríð, morð, ástardrömu, barneignir, njósnir og glæpi.
Fljódega verður þó ljóst að ævintýri hafa alltaf fjallað mn þetta, ævintýri
hafa aldrei verið einhver einfeldningslegur saklaus hamingjuheimur og
verða vonandi aldrei. Þær fjölmörgu dauðhreinsuðu (Disney-)útgáfur sem
eru til af ævintýrum í dag vitna einmitt um það hversu grimm mörg ævin-
týri geta verið. Þannig má segja að Fables sé ekki einfaldlega að uppfæra
ævintýrið heldur einnig að benda á að ævintýri eru, líkt og myndasag-
an, sögur og minni sem höfða nl ólíkra aldurshópa. Með því að setja öll
ævintýrin saman í einn sagnaheim er samt búin til útgáfa sem er áberandi
„fullorðin“ á einhvem hátt, grimmari, myrkari og harðari, eða bara hvers-
dagslegri.1' Þessir „fullorðinslegu“ söguþræðir em svo rammaðir inn af
veika virðingarstöðu myndasögulesturs í Bandaríkjunum má rima til orða Dorothy
Parker frá árinu 1943, úr greininni „A Mash Note to Crockett Johnson“ (endur-
prentað íArguing Comics: Literary Masters on a Popular Medium, ritstj. Jeet Heer og
Kent Worcester, Jackson, University Press ofMississippi 2004, bls. 35-36): „For a
bulky segment of a century, I have been an avid follower of comic strips — all
comic strips; this is a statement made with approximately the sarne amount of
pride with which one would say, „I’ve been shooting cocaine into my arm for the
past twenty-five years““ (bls. 35).
13 Eg tala hér um ævintýri, en auðvitað mætti einnig tala um þjóðsögur, enda ætin-
týri hluti af þjóðsagnaarfi. David P. Nickel skrifaði B.A. ritgerð mn Fables í þjóð-
fræði við Háskóla Islands, að hluta til undir minni leiðsögn, árið 2006 og íjallaði
þar um tengsl myndasögunnar og þjóðsagnaarfe; sjá Tbe ComicBook as Folklore: An
Analysis ofBill Willingham 's Fables (óbirt).
16 Það er einfaldlega ekki hægt að skapa fantasíu í dag sem ekki vísar til Tolkiens á
einhvem hátt. Tilvísanimar til Orwells em afar áhrifamiklar. Onnur bók seríunnar
nefnist Animal Fann og segir frá þn' þegar þau æríntýri sem ekki era rnennsk í
útliti (aðallega dýr) gera blóðuga uppreisn undir forvstu grísanna þriggja (!) gegn
hinum mennsku þn' þau era leið á því að vera innilokuð á sveitabýli; þar verða þau
að búa til að mannfólkið furði sig ekki á því að hitta fyrir þrjár blindar mýs (með
sólgleraugu og staf), talandi svín og bimi og álíka verar.
1 Það er löng og góð bókmenntahefð fyrir því að umforma klassísk ævintýri, sér-
staklega ævintýri Grimms-bræðra, sem era hvað þekktust. Sjá um ólíkar leiðir til
slíks í safnritinu The Reception of Grimm's Faity Tales: Respo/ices, Reactions, Revisions,
ritstj. Donald Haase, Detroit, Wayne State University Press 1993.
120